20. júní 2018
Birtist upphaflega í mars 2004.
Orðið merkir 'tjörn (vegna stíflu), pollur, votlendi' og er líklega tökuorð úr miðlágþýsku dam 'stíflugarður'. Örnefnið Dammurvar til sem landamerkjaörnefni á Fellsströnd í Dal. (Ísl. fornbréfasafn VII:170 (1493)), síðar nefnt Saurpollur (Örnefnaskrá Arnarbælis). Það er til á nokkrum stöðum, t.d. sem blaut mýri í landi Iðu í Biskupstungum, sem mýrarsund í Vatnsnesi í Grímsnesi og býli í Sandvík í Norðfirði. Í samsetningu er það t.d. til sem Kaldaðarnesdammur í Árn.