Beeke Stegmann
<p>Beeke Stegmann er rannsóknarlektor á menningarsviði. Hún stundar bæði efnislegar handritarannsóknir sem einblína t.d. á gerð, samsetningu og varðveislusögu handrita og vinnur að fræðilegum prentuðum sem og rafrænum útgáfum. Beeke er stjórnandi þverfaglega verkefnisins „Bókagerð í Helgafellsklaustri á fjórtándu öld“ og er aðalrannsakandi í verkefninu „Hringrás pappírs“. Beeke kemur líka að skipulagningu alþjóðlega sumarskólans í handritafræðum fyrir hönd Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og er í ráðgjafanefnd fyrir verkefnið „Resonating networks“.
Menningarsvið
525 4434
<a href="mailto:beeke.stegmann@arnastofnun.is">beeke.stegmann@arnastofnun.is</a>
Heimur í brotum: Alþjóðleg ráðstefna
Alþjóðleg ráðstefna:
Heimur í brotum: GKS 1812 4to og alfræði miðalda