Skip to main content

​​​​​​​Athyglisvert

Orðið athygli var fyrrum ýmist í hvorugkyni (eignarfall: athyglis) eða í kvenkyni (eignarfall: athygli) en í dag er það nær alltaf í kvenkyni. Til marks um það má nefna að aðeins tvö raunveruleg dæmi um hvorugkynseignarfallið athyglis fundust í Risamálheild Árnastofnunar (annað frá 1946 og hitt frá 1983) en í málheildinni eru um 245 þúsund dæmi um orðið athygli.  

Silvia Hufnagel

<p>Starfar við rannsóknarverkefnið Hringrás pappírs. Í verkefninu er lögð áhersla á að rannsaka efnislega sögu sautjándu aldar pappírs á Íslandi sem er enn þá lítið þekkt. Í þessu þriggja ára verkefni verður ferill pappírs rannsakaður frá a) framleiðslu – sem er í sjálfu sér endurvinnsluferli – til b) frumnotkunar sem skriftarlag og c) endurnotkunar. Verkefnisstjóri er Beeke Stegmann.</p> Silvia Hufnagel Menningarsvið <a href="mailto:silvia@hi.is">silvia@hi.is</a>
landtaka og landnám

Í íslensku nútímamáli er nafnorðið landnám notað í merkingunni ‘það að nema, kasta eign sinni á og byggja, áður óbyggt land’. Það hefur meðal annars verið notað í tengslum við komu norrænna manna til Íslands og Evrópubúa til Ameríku og Ástralíu. Á undanförnum árum hafa ýmsir haldið því fram að þessi orðanotkun eigi ekki alltaf rétt á sér þar sem t.d. hvorki Ameríka né Ástralía hafi verið óbyggð lönd þegar Evrópumenn stofnuðu sínar nýlendur.

Sagan af Argenis í SÁM 78

Skáldsagan Argenis eftir skosk-franska skáldið John Barclay (1582−1621) er pólitísk allegóría sem kom fyrst út árið 1621, skömmu eftir andlát höfundar, og hlaut góðar viðtökur samtímamanna. Sagan var margsinnis prentuð á 17. og 18. öld og þýdd á ýmsar tungur, m.a. á íslensku. Íslenska þýðingin hefur ekki verið prentuð en ljóst er að sagan hefur notið vinsælda hér eins og annars staðar því að til eru varðveitt a.m.k. átta handrit af henni.

Netflix miðalda – AM 589 a–f 4to

Við eigum Árna Magnússyni mikið að þakka fyrir ötult starf hans við söfnun og varðveislu handrita en sumar af hans aðferðum myndu seint þykja til sóma nú á dögum. Þannig tók Árni handrit oft í sundur og lét binda inn hluta þeirra hvern fyrir sig. Þessi meðferð hefur stundum valdið misskilningi og getur reynst fræðimönnum fjötur um fót þegar þeir hyggjast greina handritin sem heimild um það samfélag sem skapaði þau. Til að mynda hefur val og röð texta í handritum verið notuð til að leggja mat á hvort flokkun bókmenntagreina okkar nútímamanna falli að flokkun miðaldamanna.

Rímnahandrit frá Vesturheimi – SÁM 176

Langflest handrit í vörslu Árnastofnunar eiga rætur að rekja til safns Árna Magnússonar handritasafnara. Þó leynast ýmis merkileg yngri handrit í handritageymslu stofnunarinnar undir safnmarkinu SÁM (Stofnun Árna Magnússonar).

SÁM 176 er nýjasta handritið skráð undir því safnmarki og jafnframt eitt allra yngsta handritið í geymslunni. Vesturfarinn Dagbjartur Guðbjartsson (1889–1970) skrifaði handritið 1963 en Örn Arnar færði stofnuninni það að gjöf fyrir hönd fjölskyldu Dagbjarts 24. september 2018.