Skip to main content

Heiðarkolla

Örnefnið Heiðarkolla kemur fyrir í Bárðar sögu Snæfellsáss í vísu sem þar er lögð í munn Helgu Bárðardóttur. Snemma í sögunni segir frá því að dætur Bárðar, sem ólust upp á Laugarbrekku, og bræður tveir af Arnarstapa „lögðu saman leika sína á vetrinn á svellum við ár þær er þar eru og Barnaár heita“. Í hita leiksins fór svo að annar bræðranna hratt Helgu út á freðjaka sem síðan rak burt frá landi.

Fjalldalafífill pistill Dóru Jakobsdóttur Guðjohnsen

Pistillinn um fjalladalafífil er eftir Dóru Jakobsdóttur Guðjohnsen grasafræðing sem hefur unnið ómetanlegt starf í þágu íslenskrar tungu með því að taka saman íðorðasöfn á sínu fræðasviði,  þ.e. PlöntuheitiNytjaviði og Nöfn háplöntuætta. Þessi orðasöfn eru öll birt í Íðorðabanka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (idord.arnastofnun.is) og nýtast öllum þeim sem vinna á sviði grasafræði og ræktunar, við kennslu í náttúrufræðum, þýðendum o.fl.

Kristinréttur Árna og neðanmálsgreinar frá miðöldum – AM 49 8vo

AM 49 8vo er elsta varðveitta handritið af Kristinrétti Árna Þorlákssonar, hinum „nýja“ kristinrétti sem skrifaður var fyrir Ísland og samþykktur á Alþingi 1275. Árni Þorláksson biskup (d. 1298) samdi lögin í samvinnu við Jón rauða, erkibiskup í Niðarósi, líklega þegar hann var í Noregi veturinn 1274. Kristinréttur Árna tók við af hinum kristinna lagaþætti Grágásar, sem hafði verið lögtekinn á tímabilinu 1122 og 1133, þótt elsta handrit hans sé mun yngra.

Reyfi hrútsins og kynlífskápan

Í hinu vel þekkta íslenska ævintýri Sagan af Mjaðveigu Mánadóttur sem heyrir til alþjóðlegu ævintýragerðarinnar ATU 510: Öskubusku er að finna áhugaverða vísu sem margir Íslendingar kannast við. Þar er sagt um leyniskemmu Mjaðveigar: