Fræðslufundur verður haldinn laugardaginn 23. mars kl. 13.15 í stofu 201 í Odda, húsi Háskóla Íslands.
Kristín Lena Þorvaldsdóttir, forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra flytur fyrirlestur sem hún nefnir: Íslensk mannanöfn í íslensku táknmáli
Í fyrirlestrinum mun Kristín Lena fjalla um svokölluð nafnatákn í íslensku táknmáli. Nafnatákn gegna sams konar hlutverki í íslensku táknmáli og mannanöfn í íslensku. Þeir sem tilheyra íslenska táknmálssamfélaginu, eða tengjast því á einhvern hátt fá nafnatákn, auk nokkurra þjóðþekktra einstaklinga. Myndun nafnatákna lýtur sömu reglum og myndun annarra tákna í íslensku táknmáli en ákveðnar sérreglur gilda þó um nafngiftina.
Fyrirlesturinn verður túlkaður á íslenskt táknmál og er ókeypis og öllum opinn.
2019-03-23T13:15:00 - 2019-03-23T14:30:00