Árið 1940 var upphaf eins merkasta tímabils í sögu Íslands, en 10. maí það ár var landið hernumið af Bretum. Styrjöld hafði hafist í Evrópu með innrás Þjóðverja í Pólland 1. september 1939 og stríðsyfirlýsingum Breta og Frakka gegn Þjóðverjum. Í lok apríl 1940 höfðu Þjóðverjar lagt undir sig Danmörku og Noreg og sóttu fram á öllum vesturvígstöðvunum, var aðeins tímaspursmál hvenær Frakkland, Belgía og Holland féllu. Stríðið um Atlantshafið var þá hafið og töldu Bretar sér stafa ógn af staðsetningu Íslands ef það lenti í óvinahöndum. En Winston S.