Skip to main content

Hunangshella

Birtist upphaflega í desember 2018.

Í bókinni Litla skinnið eftir Jón Thorarensen frá Kotvogi (1982:80) er á einum stað fjallað um notkun nafnanna Suðurnes og Innnes og sömuleiðis skýrð afmörkun Rosmhvalaness:

Hin ævaforna skipting milli Innnesja og Suðurnesja sem var skýrt ákveðin alla tíð var þessi:

Innnes frá Elliðaám að Hvaleyrarholti fyrir sunnan Hafnarfjörð.

Suðurnes frá Hvaleyrarholti að Selatöngum austan við Grindavík.

Bárðarbunga

Birtist upphaflega í ágúst 2014.

Bárðarbunga er hæsta fjall á Íslandi utan Öræfajökuls. Hæð þess hefur löngum verið talin um 2000 metrar yfir sjávarmáli en í bókinni Jöklar á Íslandi eftir Helga Björnsson frá 2009 kemur fram að hæðin er 2009 metrar. Bungan rís hátt í 1000 metra yfir umhverfi sitt. Undir bungunni er mikil askja með allt að 800 metra þykkum jökli.

Táin

Birtist upphaflega í júlí 2018.

Nú er e.t.v. loksins að koma sumar og fólk að byrja að dýfa tá ofan í sjó. Nafn mánaðarins fyrir júlí er því örnefnið „Táin“ sem er nafn á hafsvæði rúmlega 60 kílómetra frá suðurströnd Reykjaness. Örnefnið er ekki nafn á kennileiti fyrir ofan sjávarmál og það kemur ekki fyrir á gömlum prentuðum kortum. Þess í stað tilheyrir nafnið áberandi nesi eða tungu sem skagar fram úr Selvogsbanka rúmlega 175 metra undir sjávarmáli, eins og sést á nútímasjókorti.

Þarfar

Birtist upphaflega í ágúst 2018.

Undir lok Sverris sögu segir frá baráttu Sverris konungs Sigurðarsonar (um 1151–1202) við uppreisnarmenn úr röðum Bagla. Eitt sinn var konungur í herferð í Víkinni, í héraðinu þar sem nú er Bohuslän í Svíþjóð (ÍF XXX:264; stafsetning hér og eftirleiðis eftir nútímahætti):

„Og er Sverrir konungur kom norður til Sótaness þá veik hann inn af leiðinni og lagðisk þar sem heita Þarfar. Þar var fyrir söfnuður Bagla. Lét konungur eigi á land ganga að sinni.“