Skip to main content

Læknisstaðir

Birtist upphaflega í ágúst 2010.

Utarlega á norðanverðu Langanesi er bærinn Læknisstaðir, sem nú er löngu fallinn úr byggð eins og flestir bæir þar um slóðir. Sumir nefna hann Læknesstaði sem að líkindum er aðeins viðleitni manna til að tengja bæjarnafnið staðháttum fremur en að kenna við lækni sem engum sögum fer af. Því er rétt að skoða þær heimildir sem til eru um nafnið.

Leodegarius

Birtist upphaflega í júní 2017.

Einn af mörgum aðfluttum forfeðrum Íslendinga gekk undir nafninu Leodegarius. Ekki er vitað hvort heldur hann var af enskum eða þýskum ættum en hann er talinn fæddur um 1590 (islendingabok.is). Leodegarius átti íslenska konu og eignaðist tvær dætur með henni. Þær hétu Guðrún og Bergþóra en nafn móðurinnar er týnt og tröllum gefið. Þegar manntal var tekið á Íslandi árið 1703 er Guðrúnar dóttur Leodegariusar getið sem ómaga í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði.

Kvennabrekka

Birtist upphaflega í október 2017.

Í tilefni afmælisdags Árna Magnússonar (13. nóvember) er örnefni mánaðarins Kvennabrekka í Miðdölum. Árni fæddist á Kvennabrekku árið 1663 en faðir hans, séra Magnús Jónsson, var prestur þar og móðir hans, Guðrún Ketilsdóttir, dóttir séra Ketils Jörundssonar í Hvammi í Dalasýslu sem var fornt höfðingjasetur og landnámsjörð.