Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum tekur þátt í Vísindavöku 2019. Þar verða gestum Laugardalshallar meðal annars kynnt þrjú af margvíslegum verkefnum sem unnið er að við stofnunina undir yfirskriftinni Óravíddir orðaforðans:
Íslenskt unglingamál 2018−2020. Rannsókn á samskiptaaðferðum í raungögnum.
Nýyrðabankinn sem opnaður var á degi íslenskrar tungu 2018 og telur nú 421 orð.
Óravíddir - orðaforðinn í nýju ljósi: Þrívíddarbirting Íslensks orðanets eftir Jón Hilmar Jónsson.
Þátttakendum á Vísindavöku gefst kostur á að leggja inn í Nýyrðabankann, hlusta á rannsóknargögn eða taka þátt í rannsókn á íslensku unglingamáli og virða fyrir sér íslenskan orðaforða í þrívídd.
Allir eru velkomnir á Vísindavöku í Laugardalshöll á milli kl. 15 og 20, laugardaginn 28. september 2019.