Search
Hlé á málstofum stofnunarinnar
Nokkurt hlé er framundan á málstofum stofnunarinnar sem haldnar hafa verið síðasta föstudag í hverjum mánuði. Þegar var ákveðið að engin málstofa yrði í mars þar sem Hugvísindaþing verður óvenjulega umfangsmikið að þessu sinni vegna afmælis Háskóla Íslands og síðari hluti þess rekst á við venjubundinn málstofutíma á stofnuninni.
NánarRáðstefna um tónlistarrannsóknir á Íslandi 25. febrúar
Ráðstefna um tónlistarrannsóknir á Íslandi 25. febrúar nk. Föstudaginn 25. febrúar nk. stendur Menntavísindasvið Háskóla Íslands fyrir ráðstefnu um tónlistarrannsóknir á Íslandi. Ráðstefnan verður haldin í Listgreinahúsi Háskóla Íslands, Skipholti 37 og stendur frá kl. 8:30 til 15:00.
NánarOrð og tunga 13 komin út
13. hefti tímaritsins Orð og tunga var að koma út. Í þessu hefti birtast greinar um efni sem flutt var á málþingi helguðu Ásgeiri Blöndal Magnússyni orðabókarstjóra og síðar forstöðumanns Orðabókar Háskólans. Málþingið, sem haldið var í Þjóðarbókhlöðu 7. nóvember 2009, bar yfirskriftina Orð af orði en 2.
NánarPáll Sigurðsson: Aftökuörnefni 26. febrúar
Nafnfræðifélagið svavar@hi.is Nafnfræðifélagið efnir til fræðslufundar laugardaginn 26. febrúar, kl. 13.15, í stofu 131 í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands. Páll Sigurðsson prófessor flytur erindi sem hann nefnir Aftökuörnefni
NánarFrumvarp um stöðu íslenskrar tungu
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi til laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Í kjölfar þess fór fram umræða þar sem þingmenn lýstu yfir ánægju með frumvarpið og var því síðan vísað til umfjöllunar í menntamálanefnd Alþingis.
NánarÁrni Björnsson: Dularfull örnefni í Dölum
Nafnfræðifélagið svavar@hi.is Laugardaginn 19. mars nk. verður fræðslufundur Nafnfræðifélagsins í stofu 131 í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, og hefst hann kl. 13.15. Árni Björnsson dr. phil. heldur erindi sem hann nefnir Dularfull örnefni í Dölum
NánarKeltnesk sögustund með Svavari, Gísla og Gwendolin
Sögufélagið Steini á Kjalarnesi kynnir: Keltnesk síðdegissögustund verður haldin í Fólkvangi á Kjalarnesi laugardaginn 26. mars kl. 16 -18.
NánarAðalheiður Guðmundsdóttir vann textasamkeppni
Aðalheiður Guðmundsdóttir hlaut fyrstu verðlaun í textasamkeppni Hugvísindasviðs Áttu orð, sem efnt var til í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands. Aðalheiður er aðjúnkt í þjóðfræði á Félagsvísindasviði og er með doktorspróf í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands. Hún átti tvo af þeim 25 textum sem voru valdir til sýningar.
Nánar