Svavar Sigmundsson verður sjötugur 7. september 2009. Af því tilefni mun Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefa út afmælisrit honum til heiðurs með úrvali greina eftir hann. Valdar hafa verið 35 greinar eftir Svavar og spanna þær undanfarna fjóra áratugi. Meirihluti greinanna fjallar um nöfn og nafnfræði. Sjá eftirfarandi efnisyfirlit. Þar má finna greinar á sex tungumálum (dönsku, ensku, færeysku, íslensku, sænsku og þýsku). Auk þeirra verður í bókinni heildarskrá um útgefin rit Svavars Sigmundssonar. Bókin verður um 300 bls. að stærð.
Svavar Sigmundsson, nú rannsóknarprófessor og stofustjóri nafnfræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, hefur um langt árabil rannsakað örnefni og önnur nöfn en rannsóknir hans hafa einnig beinst að fleiri hliðum íslenskrar málfræði og orðaforða.
Viðtakendum þessa bréfs gefst hér með færi á að heiðra Svavar Sigmundsson með áskrift að afmælisritinu og skráningu nafns (nafna) á heillaóskaskrá, tabula gratulatoria. Skráningu áskrifta og nafna á heillaóskaskrá lýkur 15. ágúst 2009.
Áskriftarverð ritsins er 4.300 kr. (auk póstburðargjalds). Ganga má frá greiðslu með því að leggja áskriftarupphæðina inn á reikning Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, kt. 700806-0490, númer 0137-05-065007. Skýring greiðslu: Afmælisrit. Einnig má greiða með greiðslukorti. Upplýsingum um kortanúmer og gildistíma korts má koma til skila í síma 552-8530, bréfasíma 562-2699 eða á netfangið kari@hi.is.
Áskrifendur þurfa að tilgreina hvernig nafn (nöfn) einstaklinga (eða
stofnana) skuli birtast í heillaóskaskránni. Bent er á ofangreind símanúmer og netfang í því sambandi.
Ritnefnd skipa Ari Páll Kristinsson, Guðrún Kvaran og Hallgrímur J.
Ámundason.
Efnisyfirlit afmælisrits Svavars Sigmundssonar:
A Critical Review of the Work of Jakob Jakobsen and Hugh Marwick (1984) Analogi i islandske stednavne (1991) Átrúnaður og örnefni (1992) Das Suffix -ari im Isländischen (1988) De isländska ortnamnen flyttar till stan (2001) Eitt orð í Grottasöng (1975) Farm-names in Iceland containing the element tún (2006) Fikki, lumma, vasi (1977) Hálfdanarheimtur (1975) Íbúanöfn á Íslandi (1991) Icelandic and Scottish Place-Names (1998) Icelandic Place Names with the Suffixes -all, -ill, -ull (2004) Icelandic place-names in North Atlantic light (2005) Islandske slægtsnavne og mellemnavne (2004) Íslensk málfræðiheiti á 19. öld (1981) Íslensk örnefni (1997) Íslensku staða-nöfnin (1979) Keltiskt staðarnavn í Íslandi (2002) Kjalarnes och andra isländska kjölur-namn (2003) Málsagan og nöfnin (1997) Nafngiftir útlendra sjómanna á íslenskum stöðum (2002) Namnmönster i isländska gårdsnamn (1996) Navne på de administrative inddelinger i Island (2003) Nöfn í nokkrum skáldverkum Halldórs Laxness (2006) Om staðir-navne på Island (2006) Ortnamnsforskning på Island (1968) Personal Names in Icelandic Place-Names (2002) Personnamn som ortnamn på Island (2002) Place-Names in Iceland and Shetland. A Comparison (2005) Place-names at boundaries in Iceland (2002) Regionala drag i isländska ortnamn (2001) „Synonymi“ i topografiske appellativer (1985) Um hljóðdvöl í íslenzku (1970) Wortbildung im Isländischen und Deutschen (1989) Þorp på Island (2003)
************************************************************
Festskrift til Svavar Sigmundsson 7. september 2009
I anledning af at Svavar Sigmundsson fylder halvfjerds år den 7. september
2009 vil Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (Árni Magnússon-instituttet for islandske studier, Reykjavík), som en hyldest, udgive et festskrift med et udvalg af Svavar Sigmundssons artikler. Man har valgt 35 artikler fra en 40 års periode. Størstedelen af artiklerne handler om navn og navneforskning. Jf. efterfølgende indholdsfortegnelse.
Der findes artikler på 6 sprog (dansk, engelsk, færøysk, islandsk, svensk og tysk). Også findes der en bibliografi over Svavar Sigmundssons publikationer. Bogen bliver ca 300 sider.
Svavar Sigmundsson, forskningsprofessor og leder for Afdeling for navneforskning i Árni Magnússon-instituttet for islandske studier, har gennem mange år drevet forskning om stednavne og andre navne, og hans forskningsfelt har derudover også været rettet mod andre dele af islandsk sprog og ordforråd.
Modtagerne af dette brev får hermed lejlighed til at vise Svavar Sigmundsson hyldest med en abonnement på festskriftet og registrering af navn (navne) på tabula gratulatoria, inden den 15. august 2009.
Festskriftets pris, for abonnementer, er 4.300 islandske kroner (plus postbekostning). Man kan betale direkte ind på instituttets bankkonto nr.
0137-05-065007 (Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, id. nr.
700806-0490, forklaring “Afmælisrit” (‘festskrift’)). Det kan også betales med kreditkort. Information om kreditkortnummer med udløbningsdato kan leveres pr telefon +354 552-8530, telefaks +354 562-2699 eller e-post kari@hi.is.
Abonnementer må beskrive hvordan navn (navne) på personer (eller
institutter) bør stå på tabula gratulatoria (jf. ovennævnte telefon- og telefaksnumre samt e-post).
Bogen er redigeret af Ari Páll Kristinsson, Guðrún Kvaran og Hallgrímur J.
Ámundason.
Indholdsfortegnelse:
A Critical Review of the Work of Jakob Jakobsen and Hugh Marwick (1984) Analogi i islandske stednavne (1991) Átrúnaður og örnefni (1992) Das Suffix -ari im Isländischen (1988) De isländska ortnamnen flyttar till stan (2001) Eitt orð í Grottasöng (1975) Farm-names in Iceland containing the element tún (2006) Fikki, lumma, vasi (1977) Hálfdanarheimtur (1975) Íbúanöfn á Íslandi (1991) Icelandic and Scottish Place-Names (1998) Icelandic Place Names with the Suffixes -all, -ill, -ull (2004) Icelandic place-names in North Atlantic light (2005) Islandske slægtsnavne og mellemnavne (2004) Íslensk málfræðiheiti á 19. öld (1981) Íslensk örnefni (1997) Íslensku staða-nöfnin (1979) Keltiskt staðarnavn í Íslandi (2002) Kjalarnes och andra isländska kjölur-namn (2003) Málsagan og nöfnin (1997) Nafngiftir útlendra sjómanna á íslenskum stöðum (2002) Namnmönster i isländska gårdsnamn (1996) Navne på de administrative inddelinger i Island (2003) Nöfn í nokkrum skáldverkum Halldórs Laxness (2006) Om staðir-navne på Island (2006) Ortnamnsforskning på Island (1968) Personal Names in Icelandic Place-Names (2002) Personnamn som ortnamn på Island (2002) Place-Names in Iceland and Shetland. A Comparison (2005) Place-names at boundaries in Iceland (2002) Regionala drag i isländska ortnamn (2001) „Synonymi“ i topografiske appellativer (1985) Um hljóðdvöl í íslenzku (1970) Wortbildung im Isländischen und Deutschen (1989) Þorp på Island (2003)