Skip to main content

Fréttir

38 vöplur bakaðar og bornar fram


38 vöplur bakaðar og bornar fram Guðrúnu Ingólfsdóttur fimmtugri 1. maí 2009 eru komnar út, ljúffengar og glóðvolgar beint úr vöplujárninu.

Starfsmenn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefa út fjölrituð smárit til heiðurs samstarfsmönnum sínum og öðrum kollegum er þeir eiga merkisafmæli. Síðustu árin hafa þessi rit verið kennd við Menningar- og minningarsjóð Mette Magnussen, en eiginkona Árna Magnússonar hét Mette. Útgáfa þessi er óháð stofnuninni formlega og fjárhagslega en rit Mettusjóðs hafa þó verið til sölu á henni.

Ritið 38 vöplur kostar 2.000 krónur.