Ármann Jakobsson, dósent í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands og fyrrverandi starfsmaður Árnastofnunar, tók við hvatningarverðlaunum Vísinda- og tækniráðs úr hendi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Rannsóknaþingi nú í morgun. Að þessu sinni bárust rúmlega 20 tilnefningar til verðlaunanna, en sérstök dómnefnd skipuð fyrri verðlaunahöfum velur verðlaunahafa úr hópi tilnefndra. Það var einróma niðurstaða dómnefndarinnar að veita Ármanni verðlaunin að þessu sinni.