Út er kominn geisladiskurinn Heyrði ég í hamrinum þar sem heyrast raddir sjö kvenna af Snæfjallaströnd, en þær kveða og segja huldufólkssögur. Upptökurnar voru gerðar af Hallfreði Erni Eiríkssyni og hjónunum Helgu Jóhannsdóttur og Jóni Samsonarsyni á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar og eru varðveittar í safni stofnunarinnar.
Ólafur J. Engilbertsson og Rósa Þorsteinsdóttir sáu um útgáfuna. Snjáfjallasetur gefur diskinn út í samvinnu við stofnunina og sér um dreifingu.