Skip to main content

Fréttir

Menningarráð á landsbyggðinni

Á landsbyggðinni eru starfandi sjö menningarráð sem ná yfir afmörkuð svæði. Tilgangur þeirra er að efla menningarstarf á landsbyggðinni og stuðla að atvinnusköpun, samvinnu og gæðaþróun á menningarsviðinu. Á dögunum heimsóttu fulltrúar ráðanna Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (SÁ) með það að markmiði að kynna starf menningarfulltrúanna og kynnast starfsemi stofnunarinnar. SÁ tengist landsbyggðinni á margan hátt enda deila íbúarnir áhuga sínum á íslenskri tungu og fræðum með borgarbúum. Upplýsingar um ráðin og menningarfulltrúana má fá á heimasíðum þeirra:

  • Austurland - nær frá Vopnafirði til Skaftafells í suðri.
  • Eyþing - nær yfir Norðausturland frá Fjallabyggð í vestri til og með Langanesbyggð í austri.
  • Norðurland vestra - nær yfir Skagafjarðarsýslu og Húnavatnssýslur.
  • Suðurland - nær yfir öll sveitarfélög á Suðurlandi.
  • Suðurnes - nær yfir öll sveitarfélögin á Suðurnesjum.
  • Vestfirðir - nær yfir Vestfjarðarkjálkann.
  • Vesturland - nær frá Hvalfjarðarbotni að Gilsfirði.