Ályktun um stöðu íslenskrar tungu 2011
Líkt og undanfarin ár ályktar Íslensk málnefnd um stöðu íslenskrar tungu og að þessu sinni snýr ályktunin að minnkandi bóklestri og dvínandi lesskilningi íslenskra barna o
NánarLíkt og undanfarin ár ályktar Íslensk málnefnd um stöðu íslenskrar tungu og að þessu sinni snýr ályktunin að minnkandi bóklestri og dvínandi lesskilningi íslenskra barna o
NánarAnna Þorbjörg Ingólfsdóttir, lektor á Menntavísindasviði HÍ, flutti erindi (Íslenska – til hvers?) á málræktarþingi Íslenskrar málnefndar og MS 12. nóvember 2011 sem vakti mikla athygli. Anna Þorbjörg gagnrýndi þar m.a. niðurskurð á íslenskukennslu í kjarna náms kennaranema á Menntavísindasviði HÍ.
NánarVerðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 2011 voru afhent á hátíðardagskrá í Gerðubergi. Auk þess var veitt sérstök viðurkenning fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra veitti Kristínu Marju Baldursdóttur Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2011.
NánarÍslensk-skandinavíska veforðabókin ISLEX var formlega opnuð í gær, á degi íslenskrar tungu. Athöfnin fór fram í Norræna húsinu að viðstöddu margmenni.
NánarNýtt tveggja ára meistaranám í miðaldafræðum hefst haustið 2012. Námið er alþjóðlegt og nefnist Viking and Medieval Norse Studies. Árnastofnun er aðili að náminu ásamt Háskóla Íslands, Árósaháskóla, Kaupmannahafnarháskóla og Óslóarháskóla. Útbúið hefur verið kynningarmyndband um námsbrautina:
NánarISLEX-verkefnið fékk styrk úr Samfélagssjóði Landsbankans 25. nóvember sl. að upphæð 500 þúsund krónum. Styrkurinn verður notaður til að taka upp framburð á uppflettiorðunum í veforðabókinni. ISLEX orðabókin sem var opnuð á dögunum.
NánarÍslensk-skandinavíska veforðabókin ISLEX var formlega opnuð í Svíþjóð þann 23. nóvember sl. Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti, Pam Fredman rektor Gautaborgarháskóla og Svavar Gestsson fyrrum sendiherra Svíþjóðar voru á meðal þeirra sem tóku til máls.
NánarMarianne E. Kalinke hlýtur heiðursdoktorsnafnbót á sviði hugvísinda við Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag, 1. desember, kl. 15:00.
Nánar