Nordkurs-námskeið í Reykjavík
Árnastofnun
Eddu, Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Hugvísindasvið Háskóla Íslands annast skipulagningu á árlegu fjögurra vikna námskeiði í íslensku fyrir um 26 norræna stúdenta sem fram fer í Reykjavík 3.–26. júní. Námskeiðið er allt að 10 ECTS og samanstendur af rúmlega 70 kennslustundum. Auk íslenskunámsins hlýða nemendurnir á fyrirlestra um íslenskt samfélag, sögu, bókmenntir og menningu og heimsækja sögustaði á Suður- og Vesturlandi.
Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Nordkurs.
Nordterm 2025
Árnastofnun
Eddu, Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Dagana 11.−13. júní nk. verður íðorðaráðstefnan Nordterm haldin á Íslandi, nánar tiltekið í Eddu, Arngrímsgötu 5, 107 Reykjavík. Að þessu sinni er þemað Fælles termer eða sameiginleg íðorð. Þetta er einstakt tækifæri fyrir íðorðafólk hér á landi því að ráðstefnan Nordterm er aðeins haldin á Íslandi á 10 ára fresti.
Nánari upplýsingar um Nordterm 2025 má lesa á vefsíðunni https://arnastofnun.is/is/nordterm-2025.
Árlegur fundur íslenskukennara við háskóla erlendis í Reykjavík
Árnastofnun
Eddu, Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Árlegur fundur íslenskukennara við háskóla erlendis verður haldinn 11.–14. júní í Eddu í Reykjavík. Rætt verður m.a. um framhald íslenskukennslu í háskólum erlendis og ársskýrsla 2024–2025 verður kynnt.
Kennsla í íslensku og íslenskum fræðum við erlenda háskóla er mikilvægur þáttur í kynningu á íslenskri menningu og til eflingar íslenskri tungu. Þess vegna er eðlilegt að styðja þessa kennslu og auka hana, bæta starfsskilyrði og starfskjör kennaranna, efla gerð kennsluefnis og fjölga möguleikum til náms og námsstyrkjum til að ala upp nýjar kynslóðir þýðenda, rannsakenda og annarra sérfræðinga sem munu vinna á mismunandi sviðum í samfélaginu um heim allan.
Alþjóðlegur sumarskóli í íslenskri tungu og menningu
Árnastofnun
Eddu, Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Hugvísindasvið Háskóla Íslands standa fyrir alþjóðlegum sumarskóla í íslenskri tungu og menningu 1.–31. júlí. Sumarskólinn verður haldinn bæði í Reykjavík og sem fjarnámskeið á netinu. Hann er ætlaður stúdentum í tungumála- og bókmenntanámi en aðrir sem áhuga hafa á íslensku nútímamáli og menningu eiga þess kost að sækja námskeiðið.