Skip to main content

Fréttir

Rödd veforðabókanna

Veforðabækur hafa þann kost að hægt er að sýna framburð uppflettiorða og orðasambanda sem hljóð. Var þetta gert í fyrstu veforðabók Árnastofnunar, ISLEX, sem tengir íslensku við sex skandinavísk mál og hafa þær hljóðupptökur verið notaðar í allar veforðabækur sem á eftir komu. Það er því einnig hægt að heyra framburð íslenskra uppflettiorða í Lexíu, sem er íslensk-frönsk og íslensk-þýsk orðabók, Íslensk-pólskri orðabók og Íslenskri nútímamálsorðabók.

Fyrstu upptökurnar fóru fram árið 2012 og las Guðfinna Rúnarsdóttir upp framburð á rúmlega 48 þúsund uppflettiorðum og 700 orðasamböndum. Gunnar Árnason hjá hljóðverinu Upptekið sá um hljóðvinnsluna.

Undanfarin ár hefur mikill orðaforði bæst við orðabækurnar og því orðið tímabært að huga að því að bæta inn framburði nýrra orða. Um er að ræða 5900 orð sem brátt munu fá hljóðskrár í veforðabókunum.

Hér eru nokkur dæmi þar sem heyra má rödd Guðfinnu.

Kvöldverðarboð
Audio
Milliríkjadeila
Audio
Vanilluhringur
Audio
Verkalýðsforkólfur
Audio