Skip to main content

Fréttir

Hvað er með ásum? í Eddu  

Teiknuð mynd á pappír. hús og fólk í forgrunni, í bakgrunni eru fjöll og sól.

Föstudaginn 23. maí verður opnuð sýning á verkum barnanna sem tóku þátt í verkefninu Hvað er með ásum? skólaárið 2024–2025.  

Sýningin fer fram í safnkennslustofunni á 1. hæð og stendur yfir í sumar, eða fram til 1. ágúst.  

Nemendur unnu að ýmsum verkefnum sem öll byggja á norrænni goðafræði.  
Til sýnis verða teikningar barna á yngsta stigi í Grunnskóla Snæfellsbæjar á Hellissandi, leir- og tréverk barna í 5. bekk Nesskóla á Neskaupstað, leikverkið Goðdalir og hluti sviðsmyndar nemenda Grunnskóla Hólmavíkur, Finnbogastaðaskóla og Grunnskóla Drangsness. Einnig verða til sýnis búningar sem nemendur saumuðu fyrir leiksýninguna og tískumyndir sem nemendur tóku af þeim.

Sýningin verður opnuð kl. 16 og eru allir hjartanlega velkomnir.

Opið er í safnkennslustofunni á afgreiðslutíma sýningarinnar Heimur í orðum sem er opin alla daga nema mánudaga kl. 10–17.