Skip to main content

Pistlar

1. desember 2017
Í ástarbing: María og Jesúbarnið – Lbs 3013 8vo

Snemma í sögu kristindómsins tóku að myndast sagnir sem ætlað var að fylla inn í heldur fátæklegar frásagnir guðspjallanna af hinni heilögu fjölskyldu og bernskuárum Jesú. Um fæðingu og uppvöxt Maríu urðu til helgisögur sem komið var í íslenskan búning á 13. öld (Maríu saga) og sömuleiðis þekktu miðaldahöfundar okkar til rita sem sögðu frá bernsku Krists. Slíkar sagnir héldu áfram að höfða til fólks þótt aldir liðu.

1. október 2017
Mikilvæg heimild um siðaskiptin á Íslandi

Í tilefni þess að 500 ár eru liðin frá því að Marteinn Lúther hóf siðbót sína var Margrét Eggertsdóttir fengin til að skrifa pistil um handrit sem tengist siðaskiptatímanum á Íslandi.

AM 215 fol. Mikilvæg heimild um siðaskiptin á Íslandi

1. september 2017
Stjórn — AM 227 fol.

AM 227 fol. er í hópi glæsilegustu handrita í hinu mikla safni Árna Magnússonar og ber íslenskri bókagerð um miðbik fjórtándu aldar fagurt vitni. Nú eru í bókinni 128 blöð en nokkuð hefur glatast úr henni og ekki ósennilegt að upphaflega hafi blöðin verið í námunda við 150. Handritið geymir þýðingu á nokkrum bókum Gamla testa­ment­isins með ívafi skýringargreina úr lærdómsritunum Historia scholastica eftir Petrus Comestor og Speculum historiale eftir Vinsentíus frá Beauvais.

1. júlí 2017
Gísla saga klippt og skorin — AM 445 c I 4to

Sumar fornsögur eru okkur kunnar í fleiri en einni gerð. Gott dæmi um það er Gísla saga Súrssonar en handrit hennar eru líka til vitnis um það hve varðveisla sagnanna er oft gloppótt. Gísla saga er varðveitt í heilu lagi á skinnbókinni AM 556 a 4to, sem stundum er nefnd Eggertsbók eftir einum eiganda sínum, Eggerti Hannessyni hirðstjóra (d. 1583). Önnur skinnbók með sögunni var í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn síðla á 18. öld en týndist svo. Af henni eru sem betur fer til afrit en þau voru gerð eftir að eyða var komin í söguna svo ekki er allur texti þeirrar gerðar til.

1. júní 2017
Sögur af Jóni Upplandakonungi og Ásmundi flagðagæfu: AM 569 c 4to

Oftast er litið svo á að söfnun þjóðsagna á Íslandi hafi hafist árið 1845 en það ár tóku þeir Jón Árnason (1819–1888) og Magnús Grímsson (1825–1860) sig saman um að safna sögum, kvæðum, gátum og leikum. Í eldri handritum má þó oft rekast á sögur af sama tagi og finnast í þjóðsagnasöfnum 19. og 20. aldar, sögur sem hafa ratað á pappír beint úr munnlegri geymd. Árni Magnússon (1663–1730) lét til dæmis skrifa upp nokkur ævintýri í byrjun 18. aldar ásamt sögnum af Sæmundi fróða og nokkrum fornlegum þjóðsögum.

1. maí 2017
Tvær drápur í Konungsbók Snorra-Eddu – GKS 2367 4to

Handritið GKS 2367 4to er kennt við safn Konungsbókhlöðunnar í Kaupmannahöfn en Brynjólfur biskup Sveinsson gaf Friðriki III Danakonungi það 1662. Handritið kom aftur til Íslands í febrúar 1985 og er nú varðveitt í handritasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Handritið er raunar eitt þekktasta íslenska handritið frá miðöldum og gengur jafnan undir nafninu Konungsbók Snorra-Eddu enda er meginefni þess aðaltexti Snorra-Eddu. Handritið er talið ritað á fyrri hluta 14. aldar. Það telur 55 blöð og er að flestu leyti heilt og læsilegt.

1. apríl 2017
Rúnir, galdrar og þjóðlegur fróðleikur — AM 247 8vo

Á Árnastofnun eru eins og kunnugt er margar gamlar skinnbækur sem varðveita Íslendingasögur, konungasögur, biskupasögur o.s.frv. En hjá þessum þjóðargersemum standa yngri og yfirlætislausari handrit, sem þó eru jafn mikilvægar heimildir um sögu þjóðarinnar og skinnbækurnar. Langt fram á 20. öld söfnuðu fræðimenn um allt land þjóðlegum fróðleik af ýmsu tagi, ómetanlegum vitnisburði um viðleitni alþýðunnar til að auka þekkingu sína á sem flestum sviðum.

1. mars 2017
Konungsgersemar: GKS 1002‒1003 fol.

Í tilefni þess að handritin GKS 1002 og 1003 fol. hafa verið mynduð, myndirnar settar á handrit.is ásamt ýtarlegri skráningu, var Susanne M. Arthur fengin til að skrifa um þau handritapistil marsmánaðar.

 

Á meðal handrita sem varðveitt eru á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum eru tvö stór og glæsileg skinnhandrit, GKS 1002 fol. og GKS 1003 fol. Handritin eru klædd rauðu flaueli, kjölur er upphleyptur á uppistöðum og sniðin gyllt.

1. febrúar 2017
Egill Skallagrímsson uppdubbaður – AM 454 4to

Sögur má segja í bundnu máli jafnt sem lausu. Búningurinn sem þeim er sniðinn er að sumu leyti undir tíðarandanum kominn — tiltekið bókmenntaform kemst í tísku og sagnaefni er þá endurunnið og aðlagað nýjum smekk. Vinsældir rímnakveðskapar leiddu til þess að sögum var snúið í rímur en svo voru líka dæmi þess að upp úr rímum yrðu til frásagnir í lausu máli. Þannig gat sama efnið farið heilan hring, úr sögu í rímur og aftur í sögu sem þá dró ef til vill dám af skáldskaparmáli og stílvenjum rímnanna.