29. apríl 2019
Langflest handrit í vörslu Árnastofnunar eiga rætur að rekja til safns Árna Magnússonar handritasafnara. Þó leynast ýmis merkileg yngri handrit í handritageymslu stofnunarinnar undir safnmarkinu SÁM (Stofnun Árna Magnússonar).
SÁM 176 er nýjasta handritið skráð undir því safnmarki og jafnframt eitt allra yngsta handritið í geymslunni. Vesturfarinn Dagbjartur Guðbjartsson (1889–1970) skrifaði handritið 1963 en Örn Arnar færði stofnuninni það að gjöf fyrir hönd fjölskyldu Dagbjarts 24. september 2018.