19. júní 2018
Undir safnmarkinu AM 162 B fol. eru geymd brot úr alls tíu skinnbókum með texta úr Brennu-Njáls sögu, átta frá 14. öld (β, γ, δ, ε2, ζ, η, ϑ, κ), en þrjú frá 15. öld (α, ε1, ι). 14. aldar brotin eru til rannsóknar um þessar mundir í verkefninu Breytileiki Njáls sögu sem unnið er með styrk frá Rannsóknarmiðstöð Íslands (Rannís). Verkefnið snýst um að rannsaka tilbrigði í máli, texta og handritageymd Njáls sögu eins og þau birtast í þeim rúmlega 60 handritum sem varðveita söguna og eru skrifuð á 14.