Skip to main content

Pistlar

1. júní 2017
Sögur af Jóni Upplandakonungi og Ásmundi flagðagæfu: AM 569 c 4to

Oftast er litið svo á að söfnun þjóðsagna á Íslandi hafi hafist árið 1845 en það ár tóku þeir Jón Árnason (1819–1888) og Magnús Grímsson (1825–1860) sig saman um að safna sögum, kvæðum, gátum og leikum. Í eldri handritum má þó oft rekast á sögur af sama tagi og finnast í þjóðsagnasöfnum 19. og 20. aldar, sögur sem hafa ratað á pappír beint úr munnlegri geymd. Árni Magnússon (1663–1730) lét til dæmis skrifa upp nokkur ævintýri í byrjun 18. aldar ásamt sögnum af Sæmundi fróða og nokkrum fornlegum þjóðsögum.

1. maí 2017
Tvær drápur í Konungsbók Snorra-Eddu – GKS 2367 4to

Handritið GKS 2367 4to er kennt við safn Konungsbókhlöðunnar í Kaupmannahöfn en Brynjólfur biskup Sveinsson gaf Friðriki III Danakonungi það 1662. Handritið kom aftur til Íslands í febrúar 1985 og er nú varðveitt í handritasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Handritið er raunar eitt þekktasta íslenska handritið frá miðöldum og gengur jafnan undir nafninu Konungsbók Snorra-Eddu enda er meginefni þess aðaltexti Snorra-Eddu. Handritið er talið ritað á fyrri hluta 14. aldar. Það telur 55 blöð og er að flestu leyti heilt og læsilegt.

1. apríl 2017
Rúnir, galdrar og þjóðlegur fróðleikur — AM 247 8vo

Á Árnastofnun eru eins og kunnugt er margar gamlar skinnbækur sem varðveita Íslendingasögur, konungasögur, biskupasögur o.s.frv. En hjá þessum þjóðargersemum standa yngri og yfirlætislausari handrit, sem þó eru jafn mikilvægar heimildir um sögu þjóðarinnar og skinnbækurnar. Langt fram á 20. öld söfnuðu fræðimenn um allt land þjóðlegum fróðleik af ýmsu tagi, ómetanlegum vitnisburði um viðleitni alþýðunnar til að auka þekkingu sína á sem flestum sviðum.

1. mars 2017
Konungsgersemar: GKS 1002‒1003 fol.

Í tilefni þess að handritin GKS 1002 og 1003 fol. hafa verið mynduð, myndirnar settar á handrit.is ásamt ýtarlegri skráningu, var Susanne M. Arthur fengin til að skrifa um þau handritapistil marsmánaðar.

 

Á meðal handrita sem varðveitt eru á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum eru tvö stór og glæsileg skinnhandrit, GKS 1002 fol. og GKS 1003 fol. Handritin eru klædd rauðu flaueli, kjölur er upphleyptur á uppistöðum og sniðin gyllt.

1. febrúar 2017
Egill Skallagrímsson uppdubbaður – AM 454 4to

Sögur má segja í bundnu máli jafnt sem lausu. Búningurinn sem þeim er sniðinn er að sumu leyti undir tíðarandanum kominn — tiltekið bókmenntaform kemst í tísku og sagnaefni er þá endurunnið og aðlagað nýjum smekk. Vinsældir rímnakveðskapar leiddu til þess að sögum var snúið í rímur en svo voru líka dæmi þess að upp úr rímum yrðu til frásagnir í lausu máli. Þannig gat sama efnið farið heilan hring, úr sögu í rímur og aftur í sögu sem þá dró ef til vill dám af skáldskaparmáli og stílvenjum rímnanna.

1. janúar 2017
Belgsdalsbók AM 347 fol. - Efnisyfirlit, tölusetning og bókargerð

AM 347 fol., Belgsdalsbók, er lagahandrit frá miðri 14. öld. Það er 27,3 x 20 cm og 98 blöð. Meginhluti þess (blöð 1‒84) er með einni hendi en þó hefur annar skrifari bætt við allmörgum stuttum lagagreinum. Hinn síðarnefndi hefur að því er virðist einnig skrifað fyrirsagnir í handritinu, sem eru rauðritaðar. Blöð 85−94 eru að öllum líkindum með hendi aðalskrifara handritsins en þau hefur hann skrifað síðar á ævinni. Öftustu fjögur blöðin eru með enn annarri hendi en skrifuð á svipuðum tíma.

1. desember 2016
Bósa saga í kvennahöndum — AM 510 4to

Út er komin bókin Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar. Bókmenning íslenskra kvenna frá miðöldum fram á 18. öld eftir dr. Guðrúnu Ingólfsdóttur bókmenntafræðing. Bókin er hin 20. í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar. Af þessu tilefni var Guðrún fengin til að skrifa um handrit í eigu konu.

1. nóvember 2016
Jónsbókarhandrit Björns Grímssonar málara; GKS 3274 a 4to

GKS 3274 a 4to er með glæsilegustu handritum sem skrifuð voru á Íslandi eftir siðskipti. Það er pappírshandrit sem hefur að geyma Jónsbók og skylt efni, svo sem Réttarbætur og samþykktir Alþingis, Kirkjuskipan Kristjáns þriðja, Ribegreinarnar, Þinghlé Kristjáns þriðja, Hjúskaparlög Friðriks annars og Stóradóm.

1. nóvember 2016
Jónsbók – Elsta Jónsbókin AM 134 4to

Skinnhandritið AM 134 4to er elsta handrit Jónsbókar sem varðveist hefur, eða frá lokum 13. aldar. Hugsanlega var handritið skrifað á bilinu 1281–1294 eða skömmu eftir lögtöku Jónsbókar árið 1281.