Skip to main content

Fræðimannsíbúð stofnunarinnar

Þingholtsstræti 29
SSJ

Stofnunin hefur til umráða íbúð sem leigð er til erlendra fræðimanna. Umsækjendur vinni að íslenskum fræðum við Háskóla Íslands eða sambærilegar stofnanir meðan á dvölinni stendur.

Íbúðin er í risi í Þingholtsstræti 29, 101 Reykjavík. Húsið er úr timbri, reist 1899 og friðað. Íbúðin er 100 fermetrar og skiptist í tvö svefnherbergi, stofu, eldhús og bað.

Íbúðin er búin líni, húsgögnum, ísskáp, þvottavél og sjónvarpi.

 

Leigutímabil Verð
Helgarleiga 20.000
Vikuleiga 35.000
Tíu dagar 40.000
Hálfur mánuður 55.000
Þrjár vikur 70.000
Mánuður 95.000

 

Nánari upplýsingar um leigukjör veitir starfsfólk stofnunarinnar. Fyrirspurnir berist á netfangið arnastofnun@arnastofnun.is.

 

Umgengni í fræðimannsíbúð
  • Þeim sem tekur fræðimannsíbúð á leigu er ætlað að dveljast þar á leigutímanum. Framleiga er óheimil og ekki er ætlast til að íbúð sé lánuð öðrum ef sá sem fékk íbúðina leigða er í burtu.
  • Gestir skulu ganga vel um íbúðina og skila henni jafn hreinni og þeir tóku við. Þvo þarf eldhúsbekk og vask, laga til í skápum og þrífa eldavél og ísskáp. Salerni þarf að þrífa vel, þurrka af húsgögnum og úr gluggum, ryksjúga teppi og húsgögn og þvo gólf. Lín ber að þvo reglulega eða minnst hálfsmánaðarlega. Allt rusl á að setja í plastpoka og binda vel fyrir áður en því er hent í ruslatunnu utanhúss við Þingholtsstrætið. Ekki má safna saman rusli innan dyra lengi.
  • Óheimilt er að reykja innandyra. Ekki er leyfilegt að hafa húsdýr.
  • Íbúð skal ætíð vera læst þegar enginn er heima.

Lykil að íbúðinni má nálgast á stofnuninni eða annars staðar eftir samkomulagi.