22. mars 2019
Merking og notkun í nútímamáli
Orðið alþjóðlegur hefur í nútímamáli merkinguna ‘sem felur í sér tengsl milli þjóða, sem varðar alla heimsbyggðina, sem margar þjóðir/fulltrúar margra þjóða eiga aðild að’. Þessi merking kemur fram í samböndum eins og alþjóðlegar reglur, alþjóðlegt samstarf, alþjóðlegt eftirlit.