19. júní 2018
Sagnorðið að kollsigla merkir að sigla skipi eða báti svo mikinn að farið þolir ekki ferðina og leggst á hlið eða jafnvel hvolfir. Þetta orð, kollsigla, er gamalt í málinu, en kemur þó ekki fyrir að fornu, ef marka má orðabækur. Orðabók Háskólans hefur dæmi um orðið frá 17. öld, hið elsta úr Reisubók Jóns Ólafssonar Indíafara saminni af honum sjálfum 1661. Fáein dæmi eru um orðið í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá 17. og 18. öld, en það er ekki fyrr en á hinni 19. og 20. að það verður algengt á bókum. Nokkur dæmi: