Skip to main content

Pistlar

22. janúar 2019
Aftökuörnefni

Flutt á fræðafundi Nafnfræðifélagsins í Öskju, Háskóla Íslands, 26. febrúar 2011

Góðir áheyrendur

22. janúar 2019
Nöfn og aftur nöfn

Greinin byggist á fyrirlestri sem haldinn var í Öskju á vegum Nafnfræðifélagsins 18. mars 2010.

 

1. janúar 2019
Jöfnubáðu-örnefni og vangaveltur um eyktamörk

Örnefni með forliðinn Jöfnubáðu- finnast á nokkrum stöðum hér á landi. Ýmiss konar fyrirbæri bera slík nöfn: holt og hólar, klettar og gil svo dæmi séu nefnd. Í Reykholtsdal eru tvö nöfn af þessu tagi: Jöfnubáðugil á Vilmundarstöðum og Jöfnubáðuklettur í landi Búrfells. Á Spágilsstöðum í Dalasýslu er Jöfnubáðuhóll. Af sama meiði er líklega Jöfnubeggjaás á Efri-Hólum í Presthólahreppi (N-Þing.) og er það eina dæmið sem hefur fundist um slíkt nafn í þeim landshluta. Jöfnumbáðusker er skammt utan við Svínanes í Austur-Barðastrandarsýslu.

1. nóvember 2018
Hvað á býlið að heita? Um starfsemi örnefnanefndar

Greinin er lítið breytt frá fyrirlestri sem haldinn var þann 29. nóvember 2009 á vegum Nafnfræðifélagsins.

 

Inngangur

Í þessari grein er fjallað um hlutverk og verkefni örnefnanefndar og greint frá starfsemi og helstu viðfangsefnum á tæplega þriggja ára tímabili formennsku minnar í nefndinni, frá febrúar 2007 til nóvember 2009.1 Allar tölulegar upplýsingar miðast við þetta tímabil.

 

1. Hlutverk og verkefni

24. ágúst 2018
Algengustu bæjarnöfnin

Algengasta bæjarnafnið á Íslandi samkvæmt Bæjatalinu hér á síðunni er nafnið Hóll sem kemur fyrir 31 sinni. Fast á hæla þess er Hvammur og Bakki í þriðja sæti. Hér að neðan er birtur listi yfir algengustu bæjarnöfnin. Sýnd eru öll nöfn sem koma fyrir tíu sinnum eða oftar. Fjöldi tilfella er sýndur í sviga fyrir aftan nöfnin. Tölurnar miðast við Bæjatalið eins og það var í maí 2011.

22. júní 2018
Kerlingar í landslaginu

Birtist upphaflega í janúar 2005.

Kerling kemur víða fyrir sem nafn á fjalli, tindi eða drang og verða nokkur þeirra nefnd hér:

1) Drangur sem gnæfir upp úr líparítskriðu í vestanverðum Kerlingarfjöllum í Árnessýslu. Þar er líka Kerlingará í Kerlingargljúfri.

2) Drangur í vesturhlíð Kerlingarfjalls á Snæfellsnesi, við hana er kennd gamla leiðin um Kerlingarskarð.

3) Fjall eða tindur í landi Skálmarnesmúla í Austur-Barðastrandasýslu.

22. júní 2018
Ambáttar-örnefni

Birtist upphaflega í mars 2004.

Orðið ambátt er tökuorð úr keltnesku og lengra aftur latínu ambactus ('þjónn') og merkir 'ófrjáls kona, þræll'. Það hefur komist snemma inn í germönsk mál og hefur verið í íslensku frá fyrstu tíð. Allnokkur örnefni á Íslandi eru með orðliðnum ambátt:

20. júní 2018
Örtugadalur

Birtist upphaflega í júlí 2009.

Örskotsteigadalur eða Örtugadalur er lítið dalverpi sem gengur út úr Galtardal á Fellsströnd í Dalasýslu.