Skip to main content

Pistlar

Algengustu bæjarnöfnin

Algengasta bæjarnafnið á Íslandi samkvæmt Bæjatalinu hér á síðunni er nafnið Hóll sem kemur fyrir 31 sinni. Fast á hæla þess er Hvammur og Bakki í þriðja sæti. Hér að neðan er birtur listi yfir algengustu bæjarnöfnin. Sýnd eru öll nöfn sem koma fyrir tíu sinnum eða oftar. Fjöldi tilfella er sýndur í sviga fyrir aftan nöfnin. Tölurnar miðast við Bæjatalið eins og það var í maí 2011.

  1. Hóll (31)
  2. Hvammur (28)
  3. Bakki (24)
  4. Hlíð (22)
  5. Grund (21)
  6. Brekka (20)
  7. Gröf (19)
  8. Þverá (18)
  9. Kirkjuból (17)
  10. Tunga (17)
  11. Hof (16)
  12. Hólar (15)
  13. Miðhús (15)
  14. Hamar (14)
  15. Krókur (14)
  16. Holt (13)
  17. Saurbær (13)
  18. Skarð (13)
  19. Ás (12)
  20. Ásgarður (12)
  21. Eyri (12)
  22. Fell (12)
  23. Garður (12)
  24. Hagi (12)
  25. Hamrar (12)
  26. Höfði (12)
  27. Uppsalir (12)
  28. Breiðabólstaður (11)
  29. Bær (11)
  30. Foss (11)
  31. Kross (11)
  32. Reykir (11)
  33. Árbær (10)
  34. Ártún (10)
  35. Bjarnastaðir (10)
  36. Borg (10)
  37. Háls (10)
  38. Hraun (10)
Birt þann 24. ágúst 2018
Síðast breytt 24. október 2023