Skip to main content

Pistlar

20. júní 2018
Harðskafi

Birtist upphaflega í nóvember 2007.

Nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar ber nafnið Harðskafi og sagt er í fréttum af útkomu hennar að hún heiti eftir fjalli fyrir austan. Örnefnið er a.m.k. til á fimm stöðum sem hér skulu nefndir:

20. júní 2018
Gottorp

Birtist upphaflega í október 2004.

Gottorp er bær í Vesturhópi í V-Hún. Bæjarnafnið var gefið af Lauritz Gottrup lögmanni á Þingeyrum 1694 eða ‘95 þegar hann byggði upp eyðibýlið Þórdísarstaði og nefndi eftir sér, en nafnið er til í Suður-Slésvík, Gottorp Slot. Fyrri liður nafnsins er talinn mannsnafnið Goti en seinni liðurinn þorp. (Svavar Sigmundsson, Þorp på Island, og Wolfgang Laur, Torp-navne i Sydslesvig og sprogskiftet, NORNA-rapporter 76, Nordiske torp-navne, Uppsala 2003, bls. 227 og 167–169.)

20. júní 2018
Gottáttuhrísla

Birtist upphaflega í maí 2015.

Oftar en ekki eru örnefni dauður hlutur og fastur punktur í tilverunni. Dæmi: fjall, gil, hraun. Því er þó ekki að neita að örnefni geta verið á hreyfingu. Lækurinn líður, fjaran hverfist fram og aftur, jökullinn skríður. Sjaldnast er þó hægt að horfa á örnefni vaxa og dafna, laufgast og sölna. Eitt er þó það örnefni, ef örnefni skyldi kalla, sem gerir einmitt það. Þetta er birkitré og gengur undir nafninu „Gottáttuhrísla“. Um hana segir svo í örnefnaskrá Hallormsstaðar eftir Hjörleif Guttormsson:

20. júní 2018
Goðafoss

Birtist upphaflega í september 2007.

Örnefnið Goðafoss er a.m.k. til í 6 ám á landinu:

1) Fyrst er að nefna Goðafoss í Hallardalsá í landi Klúku í Kaldrananeshr. í Strand.

2) Í Goðdalsá í Kaldrananeshr. í Strand. Í örnefnaskrá er talað um að Goði sem fossinn sé kenndur við sé heygður í Goða í túninu í Goðdal.

3) Í Hofsá í Svarfaðardal í Eyf.