New Landscapes: Insights from Ethnographic Fieldwork on Literary Production in Iceland
Edda
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Þriðjudaginn 26. nóvember kl. 16–17 flytur Charlotte Ettrup Christiansen erindið New Landscapes: Insights from Ethnographic Fieldwork on Literary Production in Iceland í fyrirlestrasal Eddu.
Um erindi sitt segir Charlotte:
This talk will present preliminary findings from an anthropological study in Iceland. From 2023–2024, I carried out an ethnographic fieldwork, which mainly consisted of participant observation in literary events and semi-structured interviews and informal conversations with literary writers. I also carried out some collaborative experiments with different interlocutors, such as co-written poetry and reading experiments.
In tourism, nation branding, literature and visual culture, portraits of Iceland often emphasize its unique and unspoiled landscape. Such characterization can also be seen in scholarly, including anthropological, descriptions, where the nexus landscape – literature – national narrative is a recurrent theme. Taking a departure from this, this project sought to explore the role of landscapes and ’more-than-human’ elements in contemporary writers’ everyday practice.
In my fieldwork I did not encounter much talk of the ‘real’ landscapes of Iceland. Instead, the contours of three new kinds of virtual landscapes appear: an imagined landscape built in the process of writing; writing and the literary field described as a certain waterscape, with metaphors of fish and fishing; and the emotional terrain navigated in a writing life. The project “An anthropology of literature and creativity in Iceland – enchanted landscapes” (2023–2025) is supported by the Carlsberg Foundation.
Umsóknarfrestur um styrki Snorra Sturlusonar
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum annast styrki Snorra Sturlusonar. Styrkirnir eru veittir erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum (ekki háskólastúdentum) á sviði hugvísinda til að dveljast á Íslandi í þrjá mánuði hið minnsta í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi.
Styrkirnir miðast að öllu jöfnu við greiðslu á ferðakostnaði styrkþega til og frá Íslandi og dvalarkostnaði innanlands. Af tveimur jafnhæfum umsækjendum skal að jafnaði sá hljóta styrk sem er frá Austur- og Suður-Evrópu, Asíu, Afríku, Rómönsku Ameríku eða Eyjaálfu.
Umsóknarfrestur er til 1. desember. Sjá nánar um styrkinn og skráningarblað á upplýsingasíðu.
Umsóknarfrestur um styrk til BA-náms í íslensku sem öðru máli
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum annast umsýslu með styrkjum menningar- og viðskiptaráðuneytis til erlendra stúdenta til að stunda íslenskunám við Háskóla Íslands.
Árlega eru veittir um það bil tólf styrkir til BA-náms í íslensku sem öðru máli. Nemendur verða að hafa lokið a.m.k. einu námsári á háskólastigi.
Umsóknarfrestur er til 1. desember. Sjá nánari upplýsingar um styrkinn og skráningarblað á ensku.
Umsóknarfrestur fyrir sumarskóla í íslenskri tungu og menningu
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og hugvísindasvið Háskóla Íslands standa fyrir alþjóðlegum sumarskóla í íslenskri tungu og menningu í júlímánuði ár hvert. Námskeiðið er einkum ætlað stúdentum í tungumála- og bókmenntanámi en aðrir sem áhuga hafa á íslensku nútímamáli og menningu eiga þess kost að sækja námskeiðið.
15. febrúar er síðasti dagur til að skila inn umsóknum en sumarskólinn hefst 1. júlí 2025.
Sjá nánari upplýsingar um sumarskólann á íslensku eða ensku.