Skip to main content

Fréttir

Glælogn – nýtt hlaðvarp um íslensk fræði

Umsjónarmenn hlaðvarpsins Glælogn: Teresa Dröfn Njarðvík og Hjalti Snær Ægisson.
Umsjónarmenn hlaðvarpsins Glælogn.
SSJ

Við kynnum til sögunnar glænýtt hlaðvarp á vegum Árnastofnunar sem gengur undir nafninu Glælogn!

Hlaðvarpið er ætlað öllum þeim sem þyrstir í fróðleik um bókmenntir, sögu og menningu Norðurlandanna. Aðalumsjónarmenn hlaðvarpsins, fræðimennirnir Hjalti Snær Ægisson og Teresa Dröfn Njarðvík, fara djúpt í umfjöllun um nýleg, fræðileg skrif.

Þar að auki verður boðið upp á styttri þætti þar sem handritagrúskarar af ýmsu tagi opna heim miðalda fyrir hlustendum.

Hægt er að nálgast þættina á vefsíðu hlaðvarpsins og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.