Skólaheimsóknir á handritasýningu
Safnkennari Árnastofnunar tekur á móti skólahópum í Eddu. Markmið safnkennslunnar er að auka þekkingu barna og ungmenna á mikilvægi handritanna í menningu okkar og glæða áhuga þeirra á viðfangsefninu.
Handritafræðsla
Skoðaðu sýnishorn merkra handrita sem Árnastofnun varðveitir og myndskreytingar úr fornum bókum og skjölum.
Vefgáttir fyrir íslensku
Vefgáttir leiða saman mörg gagnsöfn um tiltekið viðfangsefni á einum vef. Árnastofnun heldur úti tveimur slíkum um íslenskt mál.
M.is er aðgengilegur vefur fyrir ungt fólk og fólk sem er að læra íslensku sem annað mál. Þar má finna beygingar íslenskra orða, orðskýringar og þýðingar orða úr íslensku yfir á ensku og pólsku. Auk þess er hægt að þýða heilar setningar milli íslensku og ensku (vélþýðing).
Á vefgáttinni málið.is má á einum stað fletta upp í nokkrum gagnasöfnum sem lúta að íslensku máli og málnotkun.
M.is er aðgengilegur vefur fyrir ungt fólk og fólk sem er að læra íslensku sem annað mál. Þar má finna beygingar íslenskra orða, orðskýringar og þýðingar orða úr íslensku yfir á ensku og pólsku. Auk þess er hægt að þýða heilar setningar milli íslensku og ensku (vélþýðing).
Á vefgáttinni málið.is má á einum stað fletta upp í nokkrum gagnasöfnum sem lúta að íslensku máli og málnotkun.
Pistlar um íslenskt mál og menningu
Tvisvar í mánuði eru birtir pistlar á vef Árnastofnunar þar sem fjallað er um mörg þeirra fjölbreyttu rannsóknarverkefna sem unnið er að við stofnunina.