Í tilefni af útkomu bókarinnar Structural Alteration of Manuscripts in the Arnamagnæan Collection eftir Beeke Stegmann, rannsóknardósent við Árnastofnun, verður efnt til útgáfusamkomu í fyrirlestrasal Eddu þriðjudaginn 10. febrúar kl. 15.
Í bókinni rannsakar Beeke vinnubrögð Árna Magnússonar en hann tók í sundur handrit sem hann hafði safnað, endurraðaði hlutunum og lét binda að nýju. Lesendur fá ekki aðeins betri skilning á sögu handritanna í safni Árna heldur varpar höfundur einnig ljósi á starfshætti eigenda handrita og umsjónarmanna fyrr á tíð.
Á samkomunni mun Beeke segja frá bókinni en Halldóra Kristinsdóttir og Már Jónsson fjalla um hana í pallborðsumræðum sem Svanhildur Óskarsdóttir stjórnar.
Að umræðum loknum verður boðið upp á léttar veitingar. Allir velkomnir.
