Annars hugar: Roberto Luigi Pagani
Edda
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Miðvikudaginn 30. október verður haldið erindi í fyrirlestraröðinni Annars hugar í fyrirlestrasal Eddu kl. 15–16. Fyrirlestraröðin er haldin á vegum námsgreinarinnar Íslenska sem annað mál í samstarfi við Árnastofnun.
Að þessu sinni flytur Roberto Luigi Pagani, aðjúnkt og doktorsnemi við Íslensku- og menningardeild HÍ, opinn fyrirlestur um ítalska þýðingu sína á þjóðsögum úr safni Jóns Árnasonar.
Tónleikar og erindi um Hallgrím Pétursson
Neskirkja
Hagatorgi
Reykjavík 107
Ísland
Neskirkja minnist Hallgríms Péturssonar á 350 ára ártíð hans. Miðvikudaginn 30. október verða einsöngstónleikar í Neskirkju þar sem sungnir verða textar Hallgríms Péturssonar við tónlist eftir Tryggva M. Baldvinsson, Hildigunni Rúnarsdóttur, Þórarinn Guðmundsson og Jón Leifs.
Einnig verða frumflutt þrjú einsöngslög við texta Hallgríms eftir Steingrím Þórhallsson. Að tónleikum loknum mun Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor við Árnastofnun, flytja erindi um veraldlega texta sálmaskáldsins.
Fundur Samstarfsnefndar um kennslu í Norðurlandafræðum erlendis
Samstarfsnefnd um kennslu í Norðurlandafræðum erlendis heldur sinn árlega fund í Prag 6.−8. nóvember. Í framhaldi af fundinum verður farið yfir umsóknir í SNU-sjóðinn og Karls-háskólinn í Prag heimsóttur þar sem rætt verður við kennara og nemendur sem stunda nám í Norðurlandafræðum.
Nánari upplýsingar um Samstarfsnefndina er að finna á heimasíðu SNU.
Árna Magnússonar fyrirlestur – Peter Stokes
Edda
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Á fæðingardegi Árna Magnússonar handritasafnara 13. nóvember gengst Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum árlega fyrir svokölluðum Árna Magnússonar fyrirlestri. Fyrirlesturinn er auglýstur á vef stofnunarinnar. Fyrirlesari að þessu sinni er Peter Stokes.
Peter Stokes er rannsóknarprófessor í stafrænum hugvísindum með áherslu á söguleg rit og ber ábyrgð á verkefnum í stafrænum hugvísindum í Laboratoire Archéologie et Philologie d'Orient et d‘Occident (AOROC, UMR 8546), Section des Sciences Historiques et Philologiques við École Pratique des Hautes Études – Université Paris Sciences et Lettres (PSL). Í rannsóknum sínum sameinar hann skriftarfræði, stafræn hugvísindi og tölvunarfræði, og nú um stundir leggur hann mesta áherslu á fræðileg og hagnýt vandamál varðandi lýsingu og greiningu á rithöndum en einnig notkun mismunandi letur- eða skriftartegunda samtímis um víða veröld.
Nánari lýsing á fyrirlestrinum verður birt síðar.
Opnun Íslenskrar nútímamálsorðabókar
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Íslensk nútímamálsorðabók (ÍNO) hefur verið aðgengileg sem verk í vinnslu í átta ár en nú verður hún formlega opnuð.
Ritstjórar orðabókarinnar, Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir, munu segja frá verkinu og Guðrún Nordal og Eiríkur Rögnvaldsson munu taka til máls. Boðið verður upp á léttar hádegisveitingar.
Opnun sýningarinnar Heimur í orðum
Edda
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Aðgangur ókeypis í fyrstu sýningarviku 16.–24. nóvember.
Sýningin Heimur í orðum verður opnuð í Eddu vikuna 16. til 24. nóvember 2024. Þá gefst fólki kostur á að sjá íslensku handritin sem geyma dýrmætan menningararf. Þar eru fornar sögur og fræg kvæði en einnig ýmsir aðrir textar sem spegla hugmyndir fyrri kynslóða um líf sitt og samfélag. Á sýningunni er kappkostað að opna þennan fjölbreytta heim handritanna fyrir gestum.
Aðaláhersla sýningarinnar er á ríkulegt innihald handritanna, bæði texta og myndir, þar sem líf, dauði, tilfinningar og trú, völd og heiður koma við sögu. Fjallað verður um erlend áhrif á íslenska menningu á miðöldum og á íslenska tungu en einnig um áhrif íslenskra fornbókmennta erlendis.