Skip to main content

Viðburðir

Opnun sýningarinnar Heimur í orðum

16.–24. nóvember
2024
kl. 10–17

Edda
Arngrímsgötu 5
107 Reykjavík
Ísland

Aðgangur ókeypis í fyrstu sýningarviku 16.–24. nóvember.

Sýningin Heimur í orðum verður opnuð í Eddu vikuna 16. til 24. nóvember 2024. Þá gefst fólki kostur á að sjá íslensku handritin sem geyma dýrmætan menningararf. Þar eru fornar sögur og fræg kvæði en einnig ýmsir aðrir textar sem spegla hugmyndir fyrri kynslóða um líf sitt og samfélag. Á sýningunni er kappkostað að opna þennan fjölbreytta heim handritanna fyrir gestum.

Aðaláhersla sýningarinnar er á ríkulegt innihald handritanna, bæði texta og myndir, þar sem líf, dauði, tilfinningar og trú, völd og heiður koma við sögu. Fjallað verður um erlend áhrif á íslenska menningu á miðöldum og á íslenska tungu en einnig um áhrif íslenskra fornbókmennta erlendis.

Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu sýningarinnar.

2024-11-16T10:00:00 - 2024-11-24T17:00:00