Miðvikudaginn 30. október verður haldið erindi í fyrirlestraröðinni Annars hugar í fyrirlestrasal Eddu kl. 15–16. Fyrirlestraröðin er haldin á vegum námsgreinarinnar Íslenska sem annað mál í samstarfi við Árnastofnun.
Að þessu sinni flytur Roberto Luigi Pagani, aðjúnkt og doktorsnemi við Íslensku- og menningardeild HÍ, opinn fyrirlestur um ítalska þýðingu sína á þjóðsögum úr safni Jóns Árnasonar.
2024-10-30T15:00:00 - 2024-10-30T16:00:00