Skip to main content

Fréttir

Árnastofnun á Vísindavöku 2024

Árnastofnun tók þátt í Vísindavöku 2024 laugardaginn 28. september. Á Vísindavöku gefst almenningi kostur á að kynna sér rannsóknir og nýsköpun vísindasamfélagsins. Í ár kynntu þeir Atli Jasonarson, Bjarki Ármannsson og Steinþór Steingrímsson nokkur verkefni Árnastofnunar. Gestir gátu borið saman mismunandi þýðingarvélar og prófað nýja þýðingarvél Árnastofnunar, sjálfvirka stafsetningarleiðréttingu með útskýringum, íslenskuvefinn m.is og nýjar leiðir til að skoða skyldleika og uppruna íslenskra orða í nýrri vefútgáfu Íslenskrar orðsifjabókar.