Skip to main content

Fréttir

Salman Rushdie sótti Árnastofnun heim

Rithöfundurinn Salman Rushdie kom nýverið til landsins til að taka á móti Alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness. Meðan á heimsókn hans stóð lagði hann leið sína á Árnastofnun þar sem Guðrún Nordal forstöðumaður og Guðvarður Már Gunnlaugsson rannsóknarprófessor tóku á móti honum og sýndu og sögðu frá nokkrum merkilegum handritum.