Hringrás pappírs
Í verkefninu er lögð áhersla á að rannsaka efnislega sögu sautjándu aldar pappírs á Íslandi sem er enn þá lítið þekkt. Í þessu þriggja ára verkefni verður ferill pappírs rannsakaður frá a) framleiðslu – sem er í sjálfu sér endurvinnsluferli – til b) frumnotkunar sem skriftarlag og c) endurnotkunar.
Millimál og vélþýðingar í orðabókargerð
Verkefnið hófst um mitt ár 2021. Notaðar eru aðferðir máltækninnar þar sem jafnheiti úr veforðabókunum ISLEX (danska, norska, sænska og finnska) og LEXÍU (franska og þýska) eru notuð sem millimál ('pivot-mál') milli íslensku og ensku.
Hið heilaga og hið vanheilaga. Viðtökur og dreifing veraldlegra og trúarlegra bókmennta eftir siðskipti á Íslandi
Verkefnið beinist að íslenskum skáldum og bókmenntagreinum, annars vegar á sautjándu öld og hins vegar nítjándu öld, sem hafa verið stimpluð sem annaðhvort trúarleg eða veraldleg og farið verður í saumana á því að hve miklu leyti slíkir merkimiðar eiga rétt á sér.
Samfall: Innsýn í mörk setningafræði og orðhlutafræði
Í þessu verkefni eru mörk setningafræði og orðhlutafræði rannsökuð út frá samfalli. Ýmsar setningagerðir, sem eiga það sameiginlegt að samfall gerir þær betri en ella, verða skoðaðar.
Bókagerð í Helgafellsklaustri á 14. öld
Í þessu verkefni er bókagerð í Helgafellsklaustri á 14. öld rannsökuð, en þverfaglegur rannsóknarhópur vinnur að því að bæta þekkingu okkar á handritagerð klaustursins frá mismunandi sjónarhornum.
Íslenskt unglingamál: Rannsókn á samskiptaaðferðum í raungögnum
Tilgangur verkefnisins er að rannsaka unglingamál á Íslandi. Meginmarkmiðið er að kortleggja ýmis einkenni íslensks unglingamáls á grundvelli raungagna með því að nálgast það frá ólíkum sjónarhornum og með mismunandi aðferðum.
Konungsbók Snorra-Eddu
Konungsbók Snorra-Eddu (GKS 2367 4to) er eitt elsta handrit Snorra-Eddu og það sem venjulega er lagt til grundvallar við útgáfur verksins.
Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages
Guðrún Nordal er einn ritstjóra heildarútgáfu dróttkvæða, en út eru komin fimm bindi (1., 2., 3., 7. og 8. bindi) og önnur fimm langt komin auk skráa.
Sjálfsmyndir, ímyndir og félagsleg vitund í siðabókmenntum og tækifæristextum árnýaldar
Meginmarkmið verkefnisins er að rannsaka siða- og hegðunarreglur og skyldar bókmenntagreinar sem varðveittar eru í íslenskum handritum frá árnýöld, og sýna fram á tengsl þessara bókmennta við mótun sjálfsmynda ráðandi stétta í landinu, félagslega og menningarlega ímyndasköpun og hvernig viðkomandi textar tengjast félagslegu og menningarlegu valdakerfi í landinu.
Wikisaga, lýsandi heimildaskrá Egils sögu og Njáls sögu
Vefurinn wikisaga.hi.is er samstarfsverkefni stofnunarinnar og Háskóla Íslands.
Rafræn útgáfa Konungsbókar eddukvæða
Markmiðið er að gefa út á geisladiski ljósmyndir af handritinu, bæði litmyndir í mikilli upplausn og svarthvítar myndir teknar í útfjólubláu ljósi.
Fræðileg heildarútgáfa á verkum Hallgríms Péturssonar
Hallgrímur Pétursson (1614–1674) var eitt fremsta skáld Íslendinga fyrr og síðar og eftir hann liggur fjöldi sálma og kvæða, auk rímna- og sálmaflokka og fáeinna lausamálstexta.
Munnlega hefð að baki íslenskum fornsögum og -kvæðum – og viðtökur þeirra
Í þessu verkefni er horft til þess hvaða áhrif það hefur á lestur nútímamanna á fornum textum að gera ráð fyrir lifandi munnlegri hefð að baki þeirra; hvernig ætla megi að fólk á ritunartíma textanna hafi skilið þá og túlkað í ljósi þeirrar munnlegu hefðar um svipað efni (persónur, ættir, atburði, ljóðform og goðsögur) sem ætla má að það hafi þekkt til – og sem textarnir vísa oft til.
Miðlun og minnisrannsóknir
Þetta verkefni byggist á rannsóknum á því hvaða áhrif miðillinn (t.d. munnleg hefð, handrit, prentaðar bækur eða nýrri og annars konar miðlar) hafi á það sem miðlað er (hvort sem er inntak eða form), viðtökur þess og áhrif í samfélaginu.
Málbreytingar og tilbrigði í íslensku máli á 19. öld: tilurð opinbers málstaðals
Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á mál og málnotkun á 19. öld og þróun hennar eins og hún birtist í blöðum, tímaritum og persónulegum einkabréfum. Hún er samstarfsverkefni fræðimanna við stofnunina, Háskóla Íslands, Uppsalaháskóla og Vrije Universiteit Brussel.