Skip to main content

Wikisaga, lýsandi heimildaskrá Egils sögu og Njáls sögu

Vefurinn wikisaga.hi.is er samstarfsverkefni stofnunarinnar og Háskóla Íslands. Hann geymir texta Egils sögu og Njáls sögu ásamt lýsandi heimildaskrá yfir fræðiskrif sem fjalla um söguna. Þar er hverju riti eða ritgerð um söguna lýst með útdrætti um efni hennar, bæði á íslensku og ensku. Vefnum er ætlað að greiða bæði Íslendingum og fólki hvar sem er í heiminum leið að þeim fjölbreyttu skrifum og túlkunum sem sögurnar hafa getið af sér.

Ritstjórar eru Jón Karl Helgason prófessor við Háskóla Íslands og Svanhildur Óskarsdóttir rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.