Skip to main content
19. júní 2018
Sálma- og kvæðahandrit frá sautjándu öld

AM 102 8vo er sálma- og kvæðahandrit frá sautjándu öld. Forsíðu vantar og þar með upplýsingar um hver skrifaði og hvenær – en svo vel vill til að þær leynast inni í handritinu. Fremst eru ljóðmæli sr. Jóns Arasonar (1606-1673) prófasts í Vatnsfirði og hefur skrifari víða sett ártal við þau (t.d. 1645 og 1646). Í fyrirsögn fyrsta sálms segir að hann sé úr þýsku snúinn „af föður mínum sæla blessaðrar minningar“. Af því má ráða að eitthvert barna sr.

19. júní 2018
Gullslegin tíðabók

Þann 7. febrúar síðast liðinn færði dr. Margaret Cormack stofnuninni lítið en forkunnarfagurt handrit að gjöf. Það er hluti tíðabókar frá miðri 15. öld sem skrifuð var og lýst í Frakklandi.

19. júní 2018
Margrétar saga AM 431 12mo

Handritið AM 431 12mo er skinnhandrit, aðeins 119 x 90 mm að stærð. Það geymir Margrétar sögu sem er þýdd saga um píslarvottinn heilaga Margréti. Sagan segir frá hinni ungu og fögru Margréti frá Antíokkíu. Ung að aldri tók hún kristna trú en faðir hennar var heiðinn. Þegar hún er orðin gjafvaxta kemur heiðinn greifi auga á hana og vill eignast hana fyrir konu eða frillu. Margrét hafnar honum og greifinn lætur handtaka hana í reiði sinni.

1. júní 2018
Safn til íslenskrar bókmenntasögu – KBAdd 3 fol.

Bókmenntasaga Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, sem varðveitt er í handritinu KBAdd 3 fol., kemur út í lok maí hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í útgáfu Guðrúnar Ingólfsdóttur og Þórunnar Sigurðardóttur. Af því tilefni fjallar handritapistill maímánaðar um þetta handrit.

 

Safn til íslenskrar bókmenntasögu – KBAdd 3 fol.

1. maí 2018
Riddarasögur frá Vestfjörðum – AM 593 4to

Handritið AM 593 4to er sagnahandrit frá síðari hluta 15. aldar, nú í tveimur hlutum sem merktir eru a og b. Samtals telja bækurnar núna 138 blöð en þegar handritið var heilt hafa blöðin verið fleiri, ef til vill um 172 blöð. Ein hönd er á handritinu en ekki er vitað hvað skrifarinn hét. Þó má tengja bókina við tiltekinn stað og tíma því að höndin sýnir náinn skyldleika við bréf sem ritað var í Neðra Hjarðardal í Dýrafirði 1459 og annað sem ritað var í Hvilft í Önundarfirði 1475. Einnig eru líkindi með sagnahandritinu AM 471 4to.

1. apríl 2018
Handrit frá Háeyri − AM 461 12mo

Í Stofnun Árna Magnússonar í Reykjavík er að finna handrit með safnmarkinu AM 461 12mo frá því um miðja 16. öld. Það er uppskafningur, sem merkir að eldra skinnhandrit hefur verið skafið upp, svo að hægt væri að skrifa á það að nýju. Ummerki um litaða titla og upphafsstafi sjást í handritinu og hefur þar verið upphaflega latneskur texti. Árni Magnússon skrifaði eftirfarandi á seðil sem fylgir handritinu: „Þetta hefi eg fengið til eignar hjá Þorsteini Eyjólfssyni á Háeyri.“ Handritið er 72 blöð. Þorsteinn var fæddur um 1645 og lifði fram um 1714.