Skip to main content
23. júlí 2019
Fjalldalafífill pistill Dóru Jakobsdóttur Guðjohnsen

Pistillinn um fjalladalafífil er eftir Dóru Jakobsdóttur Guðjohnsen grasafræðing sem hefur unnið ómetanlegt starf í þágu íslenskrar tungu með því að taka saman íðorðasöfn á sínu fræðasviði,  þ.e. PlöntuheitiNytjaviði og Nöfn háplöntuætta. Þessi orðasöfn eru öll birt í Íðorðabanka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (idord.arnastofnun.is) og nýtast öllum þeim sem vinna á sviði grasafræði og ræktunar, við kennslu í náttúrufræðum, þýðendum o.fl.

15. júlí 2019
„Öl er annar maður“ – málsháttur í nokkrum handritum Grettis sögu

Eitt af því sem helst vekur forvitni þeirra sem rannsaka texta í handritum er þegar vart verður við misritun eða tilbrigði í texta sem skrifaður er upp úr einu handriti í annað. Sú hugmynd sótti á höfund þessa pistils að hugsanlega hefði slíkt getað átt sér stað þar sem hin fleygu orð úr Grettis sögu „öl er annar maður“ kemur fyrir vegna þess að til er annar og þekktari málsháttur sem hefur svipað yfirbragð, þótt merkingin sé önnur: „öl er innri maður“. Einungis skeikar örfáum dráttum í bókstöfunum sem mynda setningarnar.

1. júlí 2019
Kristinréttur Árna og neðanmálsgreinar frá miðöldum – AM 49 8vo

AM 49 8vo er elsta varðveitta handritið af Kristinrétti Árna Þorlákssonar, hinum „nýja“ kristinrétti sem skrifaður var fyrir Ísland og samþykktur á Alþingi 1275. Árni Þorláksson biskup (d. 1298) samdi lögin í samvinnu við Jón rauða, erkibiskup í Niðarósi, líklega þegar hann var í Noregi veturinn 1274. Kristinréttur Árna tók við af hinum kristinna lagaþætti Grágásar, sem hafði verið lögtekinn á tímabilinu 1122 og 1133, þótt elsta handrit hans sé mun yngra.

24. júní 2019
Reyfi hrútsins og kynlífskápan

Í hinu vel þekkta íslenska ævintýri Sagan af Mjaðveigu Mánadóttur sem heyrir til alþjóðlegu ævintýragerðarinnar ATU 510: Öskubusku er að finna áhugaverða vísu sem margir Íslendingar kannast við. Þar er sagt um leyniskemmu Mjaðveigar:

13. júní 2019
​​​​​​​Athyglisvert

Orðið athygli var fyrrum ýmist í hvorugkyni (eignarfall: athyglis) eða í kvenkyni (eignarfall: athygli) en í dag er það nær alltaf í kvenkyni. Til marks um það má nefna að aðeins tvö raunveruleg dæmi um hvorugkynseignarfallið athyglis fundust í Risamálheild Árnastofnunar (annað frá 1946 og hitt frá 1983) en í málheildinni eru um 245 þúsund dæmi um orðið athygli.  

28. maí 2019
landtaka og landnám

Í íslensku nútímamáli er nafnorðið landnám notað í merkingunni ‘það að nema, kasta eign sinni á og byggja, áður óbyggt land’. Það hefur meðal annars verið notað í tengslum við komu norrænna manna til Íslands og Evrópubúa til Ameríku og Ástralíu. Á undanförnum árum hafa ýmsir haldið því fram að þessi orðanotkun eigi ekki alltaf rétt á sér þar sem t.d. hvorki Ameríka né Ástralía hafi verið óbyggð lönd þegar Evrópumenn stofnuðu sínar nýlendur.

27. maí 2019
Sagan af Argenis í SÁM 78

Skáldsagan Argenis eftir skosk-franska skáldið John Barclay (1582−1621) er pólitísk allegóría sem kom fyrst út árið 1621, skömmu eftir andlát höfundar, og hlaut góðar viðtökur samtímamanna. Sagan var margsinnis prentuð á 17. og 18. öld og þýdd á ýmsar tungur, m.a. á íslensku. Íslenska þýðingin hefur ekki verið prentuð en ljóst er að sagan hefur notið vinsælda hér eins og annars staðar því að til eru varðveitt a.m.k. átta handrit af henni.

13. maí 2019
Netflix miðalda – AM 589 a–f 4to

Við eigum Árna Magnússyni mikið að þakka fyrir ötult starf hans við söfnun og varðveislu handrita en sumar af hans aðferðum myndu seint þykja til sóma nú á dögum. Þannig tók Árni handrit oft í sundur og lét binda inn hluta þeirra hvern fyrir sig. Þessi meðferð hefur stundum valdið misskilningi og getur reynst fræðimönnum fjötur um fót þegar þeir hyggjast greina handritin sem heimild um það samfélag sem skapaði þau. Til að mynda hefur val og röð texta í handritum verið notuð til að leggja mat á hvort flokkun bókmenntagreina okkar nútímamanna falli að flokkun miðaldamanna.