Skip to main content
Starfsfólk
Til baka
Helga Hilmisdóttir

Helga Hilmisdóttir

Íslenskusvið
rannsóknarprófessor og sviðsstjóri

Helga er málfræðingur sem hefur aðallega áhuga á hversdagslegu talmáli. Hún er ritstjóri Samtalsorðabókar sem er orðabók sem varpar ljósi á orð og orðasambönd sem einkum koma fyrir í talmáli. Undanfarin ár hefur hún beint sjónum að samtölum ungs fólks, m.a. notkun enskra orða í íslensku samhengi. Hún tekur þátt í norrænum og alþjóðlegum rannsóknarhópum sem fjalla um þessi mál og stýrir m.a. norræna netverkinu PLIS (Pragmatic loans in Scandinavian languages).

Meðal annarra verkefna Helgu er að hafa umsjón með talmálsgögnum íslenskusviðs, m.a. hljóð- og myndbandsupptökum af samtölum, og að finna leiðir til að varðveita, miðla og vinna úr þeim. Hún hefur einnig umsjón með talmálssafni Orðabókar Háskólans sem geymir umsagnir fjölmargra heimildarmanna um orð og orðafar í mæltu máli, m.a. um staðbundinn orðaforða og merkingu. Helga er í ritnefnd LexicoNordica, tímariti norrænna orðabókafræðinga.

Ritaskrá (IRIS)

Fyrri störf
Námsferill
Rannsóknir
Pistlar
2012-2017: Lektor, Stofnun finnskra, finnskúgrískra og norrænna fræða við Háskólann í Helsinki
2008-2011: Lektor, Stofnun norrænna fræða við Háskólann í Helsinki
2004-2008: Lektor, Íslenskudeild Manitóbaháskóla
2001-2004: Stundakennari í sænsku við Háskóla Íslands
1999-2000: Amanuensis/timlärare svenska, Deild tungumála og samskipta við Sænska viðskiptaháskólann í Helsinki
2007: Fil.dr í norrænum málum, Háskólinn í Helsinki
1999: Fil.mag í norrænum málum, Háskólinn í Helsinki

Námskeið og starfsþróun (úrval):
2021: Oxford Summer School of Digital Humanities
2020: Grunnnámskeið í SQL
2020: Starfsþjálfun í orðabókargerð hjá Orðabók sænsku akademíunnar í Lundi, Erasmus (SAOB)
2015: Dósentatitill í norrænum málum
2016: Námskeið í leiðbeiningu á doktorsnemum, Háskólinn í Helsinki (3 ECTS)
2015: Kennslufræði háskólastigsins 1 og 2, Háskólinn í Helsinki (10 ECTS)
2015: Endurgjöf og Námsmat, Háskólinn í Helsinki (5 ECTS)
-Íslenskt unglingamál: rannsókn á samskiptaaðferðum í raungögnu. Verkefnisstjóri. Rannsóknarsjóður Rannís 2018–2020. www.islensktunglingamal.com.
-Málnotkunarlegar tökur í norrænum málum og finnsku: samanburðarrannsókn á samskiptum. Verkefnisstjóri. NOS-HS 2021–2022. www.pragmaticborrowing.info.
-Talmálsorðabók. Nýsköpunarverkefni sem snýr að gerð nýstárlegrar orðabókar yfir íslenskt talmál. Rannís 2021.
túbusjónvarp

Í kjölfar efnahagshrunsins 2008 fóru af stað miklar umræður í íslensku þjóðfélagi þar sem leitast var við að finna skýringar á þessu mikla skipbroti. Ein kenning sem margir héldu á lofti, af mismikilli alvöru, var sú að allt of margir hefðu fallið í þá freistni að kaupa sér dýra flatskjái. Í umræðunni urðu þessi heimilistæki, sem flestum þykja sjálfsögð í dag, einskonar birtingarmynd óhófs fyrirhrunsáranna eins og sjá má á eftirfarandi dæmi úr DV 2008.

knésetja

Í Íslenskri nútímamálsorðabók er sögnin knésetja skilgreind á eftirfarandi hátt: „gera (e-n) óvirkan, yfirbuga (e-n)“. Skilgreiningar í orðabókinni er m.a. byggðar á notkunardæmum úr texta- og gagnasöfnum þar sem safnað hefur verið saman dæmum úr íslensku ritmáli, aðallega textum sem komið hafa út frá árinu 2000. Eftirfarandi dæmi hafa birst í fjölmiðlum undanfarin ár.

landtaka og landnám

Í íslensku nútímamáli er nafnorðið landnám notað í merkingunni ‘það að nema, kasta eign sinni á og byggja, áður óbyggt land’. Það hefur meðal annars verið notað í tengslum við komu norrænna manna til Íslands og Evrópubúa til Ameríku og Ástralíu. Á undanförnum árum hafa ýmsir haldið því fram að þessi orðanotkun eigi ekki alltaf rétt á sér þar sem t.d. hvorki Ameríka né Ástralía hafi verið óbyggð lönd þegar Evrópumenn stofnuðu sínar nýlendur.

Fyrri störf

2012-2017: Lektor, Stofnun finnskra, finnskúgrískra og norrænna fræða við Háskólann í Helsinki
2008-2011: Lektor, Stofnun norrænna fræða við Háskólann í Helsinki
2004-2008: Lektor, Íslenskudeild Manitóbaháskóla
2001-2004: Stundakennari í sænsku við Háskóla Íslands
1999-2000: Amanuensis/timlärare svenska, Deild tungumála og samskipta við Sænska viðskiptaháskólann í Helsinki

Námsferill

2007: Fil.dr í norrænum málum, Háskólinn í Helsinki
1999: Fil.mag í norrænum málum, Háskólinn í Helsinki

Námskeið og starfsþróun (úrval):
2021: Oxford Summer School of Digital Humanities
2020: Grunnnámskeið í SQL
2020: Starfsþjálfun í orðabókargerð hjá Orðabók sænsku akademíunnar í Lundi, Erasmus (SAOB)
2015: Dósentatitill í norrænum málum
2016: Námskeið í leiðbeiningu á doktorsnemum, Háskólinn í Helsinki (3 ECTS)
2015: Kennslufræði háskólastigsins 1 og 2, Háskólinn í Helsinki (10 ECTS)
2015: Endurgjöf og Námsmat, Háskólinn í Helsinki (5 ECTS)

Rannsóknir

-Íslenskt unglingamál: rannsókn á samskiptaaðferðum í raungögnu. Verkefnisstjóri. Rannsóknarsjóður Rannís 2018–2020. www.islensktunglingamal.com.
-Málnotkunarlegar tökur í norrænum málum og finnsku: samanburðarrannsókn á samskiptum. Verkefnisstjóri. NOS-HS 2021–2022. www.pragmaticborrowing.info.
-Talmálsorðabók. Nýsköpunarverkefni sem snýr að gerð nýstárlegrar orðabókar yfir íslenskt talmál. Rannís 2021.

Pistlar

túbusjónvarp

Í kjölfar efnahagshrunsins 2008 fóru af stað miklar umræður í íslensku þjóðfélagi þar sem leitast var við að finna skýringar á þessu mikla skipbroti. Ein kenning sem margir héldu á lofti, af mismikilli alvöru, var sú að allt of margir hefðu fallið í þá freistni að kaupa sér dýra flatskjái. Í umræðunni urðu þessi heimilistæki, sem flestum þykja sjálfsögð í dag, einskonar birtingarmynd óhófs fyrirhrunsáranna eins og sjá má á eftirfarandi dæmi úr DV 2008.

knésetja

Í Íslenskri nútímamálsorðabók er sögnin knésetja skilgreind á eftirfarandi hátt: „gera (e-n) óvirkan, yfirbuga (e-n)“. Skilgreiningar í orðabókinni er m.a. byggðar á notkunardæmum úr texta- og gagnasöfnum þar sem safnað hefur verið saman dæmum úr íslensku ritmáli, aðallega textum sem komið hafa út frá árinu 2000. Eftirfarandi dæmi hafa birst í fjölmiðlum undanfarin ár.

landtaka og landnám

Í íslensku nútímamáli er nafnorðið landnám notað í merkingunni ‘það að nema, kasta eign sinni á og byggja, áður óbyggt land’. Það hefur meðal annars verið notað í tengslum við komu norrænna manna til Íslands og Evrópubúa til Ameríku og Ástralíu. Á undanförnum árum hafa ýmsir haldið því fram að þessi orðanotkun eigi ekki alltaf rétt á sér þar sem t.d. hvorki Ameríka né Ástralía hafi verið óbyggð lönd þegar Evrópumenn stofnuðu sínar nýlendur.