Úlfhams saga
Úlfhams saga segir frá Hálfdani vargstakki Gautakonungi og Úlfhami syni hans og átökum þeirra feðga við menn og vættir. Sagan er varðveitt í gömlum rímum, auk þriggja lausamálgerða frá 17., 18. og 19. öld, sem allar byggja beint eða óbeint, á efni rímnanna. Rímurnar hafa ýmist verið nefndar Úlfhams rímur eða Vargstökur og eru m.a. í rímnahandritinu AM 604 4to frá 16. öld. Allar varðveittar gerðir...