Skip to main content

Fréttir

Ísland tekið við stjórn norrænu íðorðasamtakanna

Tvær konur á sviði, önnur heldur á regnhlíf. Fyrir aftan þær á stórum skjá stendur "Nordterm 2023" og fyrir neðan það allir fánar Norðurlanda.
Ágústa Þorbergsdóttir

Ísland tók við stjórn norrænu íðorðasamtakanna, Nordterm, á ráðstefnu samtakanna í júní. Meðal þeirra verkefna sem liggja fyrir er skipulagning næstu Nordterm-ráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík 11.−13. júní 2025.

Nordterm eru samtök stofnana og félaga á Norðurlöndum sem hafa með sér samvinnu um íðorðastarfsemi. Verksvið Nordterm tekur til rannsókna, hagnýtra starfa, menntunar og annarrar starfsemi sem tengist íðorðum.

Á meðfylgjandi mynd heldur fráfarandi formaður Åsa Holmér á regnhlíf sem er tákn formennsku íðorðasamtakanna rétt áður en hún afhendir hana nýjum formanni, Ágústu Þorbergsdóttur. Regnhlíf þessi hefur fylgt formönnum samtakanna frá árinu 2001 en hún er merkt Nordterm og á hana er ritað staður og ár þar sem Nordterm-ráðstefnan er haldin hverju sinni.