Konungsbók Eddukvæða − GKS 2365 4to
Hátíðarútgáfa í tilefni af 75 ára afmæli Háskóla Íslands 1986. Gefin út í samvinnu við Lögberg − Bókaforlag.
Hátíðarútgáfa í tilefni af 75 ára afmæli Háskóla Íslands 1986. Gefin út í samvinnu við Lögberg − Bókaforlag.
fengin Stefáni Karlssyni fimmtugum, 2. desember 1978 Efnisyfirlit: 1. Ásdís Egilsdóttir Ættbogi Oddaverja 2. Bjarni Einarsson Selurinn hefur hundseyru 3. Helle Degnbol Døgnforkortelse paa Skarðsströnd 4. Einar G. Pétursson "Úr eitruðu hanaeggi" 5. Eiríkur Þormóðsson Misskilið orð í AM 420 b 4to 6. Guðbjörg Kristjánsdóttir Tveir norðlenskir menn að drykkju 7....
Þetta er annað bindi í fræðilegri heildarútgáfu á verkum Hallgríms Péturssonar (1614-1674). Hér eru 38 kvæði og sálmar, þar á meðal heilræði og ýmis tækifæriskvæði svo sem nýárssálmar, brúðkaupskvæði og erfiljóð. Þar má nefna erfiljóð Hallgríms eftir Steinunni dóttur sína og heilræðavísurnar góðkunnu Ungum er það allra best. Texti hvers kvæðis er prentaður stafréttur eftir aðalhandriti en...
Kaupa bókinaGuðbjörg Kristjánsdóttir ritaði inngang og skýringar auk eftirmála og sá um útgáfuna. 2013. Guðrún Nordal ritaði aðfaraorð. Textaritstjórn var í höndum Soffíu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Hönnuðir bókarinnar eru Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir. Allar ljósmyndir í bókinni eru verk Jóhönnu Ólafsdóttur, ljósmyndara stofnunarinnar, en útlínuteikningar gerðu Guðný Sif Jónsdóttir og Snæfríð...
Kaupa bókinaAnnað bindi í ritröðinni "Íslenzkar miðaldarímur". Þessar rímur birtast hér í fyrsta skipti á prenti og eru góð búbót fyrir sérhvern áhugamann um íslenskan skáldskap. Þá eru þær einstakt dæmi um bókmenntir frá 15. öld, tíma sem bókmenntaáhugamenn þekkja lítið til. Efni rímnanna er byggt á þekktri fornaldarsögu og athyglisvert að bera þær saman við hana, en þær eru í sjálfu sér bæði auðlesnar og...
Duggals leiðsla er norræn þýðing frá 13. öld á latnesku riti, Visio Tnugdali, einu kunnasta og útbreiddasta verki leiðslubókmennta frá miðöldum, en svo kallast þær bókmenntir sem lýsa því er ber fyrir menn í leiðslu eða draumsýn, einkum í öðrum heimi (píslum fordæmdra og sæluvist hólpinna). Ef treysta má formála verksins, hefur írskur munkur, Marcus að nafni, sett það saman um miðja 12. öld í...
Árið 1817 sendi fornleifanefndin í Kaupmannahöfn (Commissionen for Oldsagers Opbevaring) fyrirspurnir um fornleifar ýmiskonar, sögusagnir um fornmenn, merkileg pláss, fornan átrúnað, hjátrú o.fl. til biskups og amtmanna á Íslandi, en þeir dreifðu spurningalistum til presta, og á næstu árum, 1817−1823, bárust nefndinni svör hvaðanæva að af landinu. Ritið Frásögur um fornaldarleifar 1817−1823 er...
Konráð Gíslason (1808-1891) var sonur sagnaritarans Gísla Konráðssonar. Að loknu námi í Bessastaðaskóla 1831 sigldi hann til náms við Kaupmannahafnarháskóla og kom aldrei til Íslands síðan. Konráð starfaði um árabil sem styrkþegi Árnanefndar, en varð árið 1848 kennari við Hafnarháskóla, fyrsti dósent í fornnorrænu máli en síðar prófessor og gegndi því starfi til 1886. Auk kennslu vann Konráð að...
Þetta er lykilrit í viðtökurannsóknum, sem sýna betur en flest annað starf Edduáhugamanna á sautjándu öld, en frá þeim tíma eru flestar þekktustu myndir úr Edduhandritum. Tvö bindi, fyrra bindið er hin alkunna Laufás-Edda Magnúsar Ólafssonar (1573−1636), en hið síðara prentuð útgáfa P. H. Resens (1625−1688). Hvortveggja er ómissandi fyrir áhugamenn um forn skáldskaparfræði. Anthony Faulkes gaf...
Höfundur Ian J. Kirby. Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 10).