Skip to main content

Viðburðir

Nafnaþing Nafnfræðifélagsins: Nöfn og skáldskapur

14. október
2023
kl. 13–16

Edda,
Arngrímsgötu 5,
107 Reykjavík,
Ísland

Nafnfræðifélagið heldur Nafnaþing laugardaginn 14. október nk. Félagið var stofnað árið 2000 og hefur þann tilgang að efla þekkingu á nafnfræði og stuðla að rannsóknum á nöfnum af ýmsu tagi. 

Að þessu sinni er yfirskrift þingsins Nöfn og skáldskapur. Það er vel þekkt að höfundar nýti sér nöfn til að ljá persónum, stöðum og ýmsum fyrirbærum í verkum sínum tiltekinn blæ eða innihald. En hvað eru þeir að hugsa þegar þeir velja nöfn – og hvaða aðferðum er beitt? Hvaða hlutverki gegna nöfn í skáldskap?

Þingið er haldið í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og fer fram í fyrirlestrasal Eddu, Arngrímsgötu 5, 107 Reykjavík. Það hefst kl. 13 og lýkur um kl. 16 og er öllum opið.

 

Dagskrá

13.00 Emily Lethbridge: Nokkur orð um nafnfræðilega nálgun á bókmenntir

13.15 Svavar Sigmundsson: Skálduð örnefni og óskálduð

13.45 Benný Sif Ísleifsdóttir: Skálduð nöfn og skáldsagnapersónur

14.15  Kaffihlé

14.35 Pétur Húni Björnsson kveður rímur

14.45 Þórarinn Eldjárn: Umhverfis Önsu – lausir þankar                              

15.15 Helga Kress: „Enda kallar það mig Hnallþóru hérna“: Um nafngiftir og nöfn í verkum Halldórs Laxness, merkingu og áhrif

15.45 Hildur Knútsdóttir: Hrím – upplestur og spjall

 

2023-10-14T13:00:00 - 2023-10-14T16:00:00