Charlotte E. Christiansen er nýdoktor og gestafræðimaður. Verkefni hennar nefnist á ensku „An anthropology of literature and creativity in Iceland – enchanted landscapes“ eða „Mannfræði bókmennta og sköpunar á Íslandi – töfrandi landslag“ og nær yfir tveggja ára tímabil frá júní 2023 til maí 2025.
Markmið samstarfs Landmælinga Íslands og Árnastofnunar er að vinna sameiginlega að því að til verði einhlítur gagnagrunnur um íslensk örnefni sem nýtist öllu samfélaginu og að örnefni séu birt með sem réttustum hætti.
Í árslok 2023 kom út 30. árgangur LexicoNordica, tímarits norræna orðabókafræðifélagsins NFL. Íslenskt orðabókafólk hefur tekið virkan þátt í starfi félagsins frá upphafi.