Skip to main content

Fréttir

Handritin flutt í Eddu

Tvær konur standa við borð sem á eru handrit. Fyrir framan þær er fjölmiðlafólk með myndavélar og hljóðnema.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Guðrún Nordal ræða við fjölmiðla.
SSJ

Mánudaginn 11. nóvember voru fyrstu miðaldahandritin flutt úr Árnagarði í nýtt öryggisrými í Eddu. Handritin hafa verið geymd í sérstakri öryggisgeymslu í Árnagarði síðan í upphafi áttunda áratugarins eða í tæp 55 ár. Hand­rit­in voru lengi sýnd í Árnag­arði á árum áður en því var hætt fyr­ir meira en tutt­ugu árum vegna bágrar aðstöðu og hve ótryggt sýningarrýmið var. Handritasýn­ing­ var í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu á árunum 2002 til 2013 en henni var lokað vegna ör­ygg­is­mála.

Í upphafi voru aðeins tuttugu handrit flutt í Eddu en þau koma til með að vera sýnd á nýrri handritasýningu, Heimur í orðum, sem verður opnuð 16. nóvember kl. 14. Meðal þeirra eru gersemar eins og Konungsbók eddukvæða og Flateyjarbók. Sjá nánar á vef sýningarinnar.

Viðstödd flutninginn var Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, auk fréttamanna.