Skip to main content

Fréttir

Ráðstefna um notkun og endurnotkun pappírs fyrr á öldum

Dagana 27.−28. ágúst var ráðstefnan Use and Reuse of Paper in the Pre-Industrial World haldin við háskólann í Cork. Um er að ræða alþjóðlega og þverfaglega ráðstefnu um notkun og endurnotkun pappírs fyrr á öldum. Stóð rannsóknarverkefnið „Hringrás pappírs“ fyrir skipulagningu ráðstefnunnar ásamt samstarfsaðilum frá háskólanum í Cork og fór hún fram á Írlandi. Alls voru 13 fyrirlestrar fluttir af þátttakendum frá yfir tíu löndum.

Fræðilegur áhugi á endurnotkun pappírs fer sívaxandi. Fjallað var um sögulega pappírsnotkun í samhengi við bókagerð en einnig klæðnað og veggskraut, svo nokkuð sé nefnt. Stefnt er að því að gefa út ráðstefnurit.