Skip to main content

Fréttir

Nýr rannsóknarlektor á íslenskusviði

Prófílmynd af manni með dökkleitt hár í bleikri skyrtu.
SSJ

Steinþór Steingrímsson hefur verið ráðinn í stöðu rannsóknarlektors á íslenskusviði Árnastofnunar. Steinþór lauk doktorsprófi í tölvunarfræði með áherslu á máltækni árið 2023. Lokaritgerð hans fjallaði um vélþýðingar og smíði vélþýðingarlíkana þegar gögn eru af skornum skammti. Auk vélþýðinga við gagnarýrar aðstæður hefur hann í störfum sínum og rannsóknum lagt áherslu á uppbyggingu og hagnýtingu málheilda, hagnýtingu máltækni við orðabókagerð og að gera orðasöfn aðgengilegri fyrir almenning. Steinþór var einn af höfundum verkáætlunar fyrir máltækniáætlun 2018–2022 og hefur leitt vinnu máltækniteymis Árnastofnunar.